Viðskipti innlent

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auk þess að sinna verkfræðinni á Svana sæti á kirkjuþingi og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar.
Auk þess að sinna verkfræðinni á Svana sæti á kirkjuþingi og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar. VFÍ
Svana Helen Björnsdóttir, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika, er nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en niðurstöður kosninga til stjórnar voru kynntar á aðalfundi félagsins þann 11. apríl.

Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Svana hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina. Hún lauk Dipl.-Ing./M.Sc. prófi í raforkuverkfræði og er doktorsnemi í kerfisverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

Þá hefur Svana setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og stofnana og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja. Hún hefur meðal annars verið formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, átt sæti í háskólaráði Háskólans í Reykjavík og situr í Vísinda- og tækniráði. Svana á ennfremur sæti á kirkjuþingi og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar.

Félagsmenn í Verkfræðingafélagi Íslands eru 4300. Í því eru verkfræðingar og tæknifræðingar auk þess sem skrifstofa félagsins veitir Stéttarfélagi byggingarfræðinga og Stéttarfélagi tölvunarfræðinga þjónustu.

Auk formanns eru í stjórn Birkir Hrafn Jóakimsson, Hlín Benediktsdóttir, Jóhannes Benediktsson, Páll Á. Jónsson og varameðstjórnendurnir Guðrún A. Sævarsdóttir og Anna Beta Gísladóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×