Erlent

Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna.
Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. vísir/getty
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta árið 2020. Nú þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð.

Biden kom þessu á framfæri við þjóðina með sérstöku myndbandi þar sem hann færir rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi.

„Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið aðgerðarlaus og leyft því að gerast.“

Stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu hefði verið teflt í tvísýnu í forsetatíð Donalds Trump. Allt það sem einkennir Bandaríkin væri í húfi í næstu forsetakosningum og því mikið undir.

„Þess vegna tilkynni ég í dag að ég býð mig fram sem næsti forseti Bandaríkjanna“.

Biden 76 ára og var áður öldungardeildarþingmaður fyrir Delaware. Hann gegndi embætti varaforseta Baracks Obama árið 2009-2017.


Tengdar fréttir

Gerðu stólpagrín að vandræðum Biden

Biden, sem ætlar líklegast að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári, hefur verið sakaður um að snerta konur á óviðeigandi hátt.

Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×