Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 19:00 Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Matvælastofnun gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju. Listeríusýking hjá Ópal sjávarfangi hefur verið til umfjöllunar eftir að embætti Landlæknis greindi frá því að 48 ára kona með undirliggjandi ónæmisbælingu lést eftir að hún borðaði sýktan lax frá fyrirtækinu.Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að tveir dagar hafi liðið frá því að listeríusýking var staðfest þar til Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur.Vísir/TótlaOf fáar sýnatökur Fréttastofa hefur fimm skoðunarskýrslur Matvælastofnunar vegna málsins undir höndum. Þar kemur fram að listería hafi greinst í gröfnum laxi, reyktum laxi og bleikju. Einnig hafi bakterían fundist víða í vinnslu fyrirtækisins. Matvælastofnun gerði athugasemdir við að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt leiðbeiningum stofnunarinnar á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Alvarleg athugasemd var gerð við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að Matvælastofnun staðfesti listeríusmit hjá fyrirtækinu.Í yfirlýsingu frá Ópal sjávarfangi segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun í samræmi við verklag hennar.Vísir/TótlaUnnið með Matvælastofnun Fyrirtækið hefur brugðist við þessum fréttum með yfirlýsingu þar sem kemur fram að um leið og niðurstöður úr ræktun sýna hafi legið fyrir hafi graflax verið innkallaður. Varðandi gagnrýni Matvælastofnunar um að graflax hafi eingöngu verið innkallaður þegar fyrir lá að reyktur lax og bleikja hafi líka verið sýkt af listeríu segir í yfirlýsingunni að innköllun á öllum vörum hafi verið langt umfram það sem ætlast hafi verið til á þeim tímapunkti. Sú ákvörðun hafi verið stór fyrir ekki stærra fyrirtæki. Stjórnendur hafi viljað taka af allan vafa strax frá upphafi og tryggja hag almennings. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Matvælastofnun gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju. Listeríusýking hjá Ópal sjávarfangi hefur verið til umfjöllunar eftir að embætti Landlæknis greindi frá því að 48 ára kona með undirliggjandi ónæmisbælingu lést eftir að hún borðaði sýktan lax frá fyrirtækinu.Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að tveir dagar hafi liðið frá því að listeríusýking var staðfest þar til Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur.Vísir/TótlaOf fáar sýnatökur Fréttastofa hefur fimm skoðunarskýrslur Matvælastofnunar vegna málsins undir höndum. Þar kemur fram að listería hafi greinst í gröfnum laxi, reyktum laxi og bleikju. Einnig hafi bakterían fundist víða í vinnslu fyrirtækisins. Matvælastofnun gerði athugasemdir við að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt leiðbeiningum stofnunarinnar á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Alvarleg athugasemd var gerð við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að Matvælastofnun staðfesti listeríusmit hjá fyrirtækinu.Í yfirlýsingu frá Ópal sjávarfangi segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun í samræmi við verklag hennar.Vísir/TótlaUnnið með Matvælastofnun Fyrirtækið hefur brugðist við þessum fréttum með yfirlýsingu þar sem kemur fram að um leið og niðurstöður úr ræktun sýna hafi legið fyrir hafi graflax verið innkallaður. Varðandi gagnrýni Matvælastofnunar um að graflax hafi eingöngu verið innkallaður þegar fyrir lá að reyktur lax og bleikja hafi líka verið sýkt af listeríu segir í yfirlýsingunni að innköllun á öllum vörum hafi verið langt umfram það sem ætlast hafi verið til á þeim tímapunkti. Sú ákvörðun hafi verið stór fyrir ekki stærra fyrirtæki. Stjórnendur hafi viljað taka af allan vafa strax frá upphafi og tryggja hag almennings.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira