Körfubolti

Treyja LeBron seldist mest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vinsælastur. Treyja LeBrons var sú mest selda í vetur.
Vinsælastur. Treyja LeBrons var sú mest selda í vetur. vísir/getty
Þótt koma LeBrons James til Los Angeles Lakers hafi ekki haft tilætluð áhrif inni á vellinum borgaði hún sig utan vallar.

Treyja LeBrons (númer 23) var sú mest selda í NBA-deildinni í vetur.

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hafði átt mest seldu treyjuna (nr. 30) í NBA þrjú ár í röð en LeBron velti honum af stallinum í vetur.

Lakers seldi líka mest af varningi af öllum liðum deildarinnar. Félaginu gengur allavega vel að ná í tekjur þótt staða þess hafi oftast verið betri.

Treyja Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks (nr. 34) var sú þriðja mest selda í NBA í vetur. Treyja Kyries Irving hjá Boston Celtics (nr. 11) var sú fjórða mest selda og treyja Joels Embiid hjá Philadelphia 76ers (nr. 21) var í 5. sætinu.

Dwayne Wade, sem lagði skóna á hilluna í lok tímabils, átti elleftu mest seldu treyjuna (nr. 3) í vetur.

NBA

Tengdar fréttir

Af hverju eru þessir leikmenn að hætta í NBA?

Detroit Pistons varð í nótt sextánda og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en lið Charlotte Hornets og Miami Heat sátu eftir. Í fyrrinótt kvöddu Dirk Nowitzki og Dwyane Wade heimafólkið sitt og í nótt sögðu þeir endanlega bless við NBA-liðina og það með stæl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×