Gera tillögur að reglum um húsleitir á lögmannsstofum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. apríl 2019 06:00 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/GVA „Þetta er bæði fátítt og vandmeðfarið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari um lögmenn sem fá réttarstöðu sakbornings í sakamálum sem þeir hafa aðkomu að sem verjendur. Fjórir verjendur hafa fengið slíka réttarstöðu á síðustu fimm árum, samkvæmt svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þeir sem hafa ákæruvald á hendi eru mjög meðvitaðir um að fara þurfi varlega í þessum efnum vegna þeirrar stöðu sem lögmenn eru í sem verjendur. Þeir gegna ákveðnu hlutverki í refsivörslukerfinu,“ segir Ólafur og vísar til áherslu lögmannanna sjálfra á að þeir séu ekki samsamaðir skjólstæðingum sínum og þeim sé gert kleift að rækja þann starfa sem þeim er jafnvel gert skylt að taka að sér. Ólafur hefur sjálfur verið með mál þar sem verjandi fékk stöðu sakbornings. Aðspurður segist hann þó ekki muna til þess að verjandi í máli hafi verið ákærður. Ólafur bendir á að skilgreining á réttarstöðu sakbornings hafi verið víkkuð töluvert út með nýjum lögum um meðferð sakamála árið 2008. Berglind Svavarsdóttir.Sakaður maður nýtur réttinda umfram aðra sem kvaddir eru til vegna sakamálarannsókna til dæmis til skýrslugjafar. Vegna réttar sakaðs manns til að fella ekki sök á sjálfan sig er sú leið farin að veita viðkomandi réttarstöðu sakbornings og tryggja honum þar með víðtækari réttarvernd. Í málum þar sem grunur hefur fallið á verjendur hafa því fylgt íþyngjandi rannsóknaraðgerðir. Lögmannafélagið vinnur nú að tillögum að reglum um húsleitir á lögmannsstofum sem fela meðal annars í sér að virða þurfi rétt og skyldu lögmanna til trúnaðar við viðskiptamenn sína. Vegna mála sem upp hafa komið á undanförnum árum hafa margir lögmenn gagnrýnt víðtæka dómsúrskurði um húsleitir á lögmannsstofum enda geti haldlagning á gögnum lögmanna stefnt trúnaðarsambandi þeirra við umbjóðendur sína í mikla hættu. Dæmi eru um að öll rafræn gögn lögmanna hafi verið afrituð og haldlögð í kjölfar húsleitar þótt ljóst sé að megnið af þeim hafi enga þýðingu við rannsókn viðkomandi máls. Sími lögmanns og gögn haldlögð af lögreglu Þorgilsi Þorgilssyni var veitt réttarstaða sakbornings í bitcoin-málinu svokallaða, vegna gruns um að hann hefði veitt skjólstæðingi sínum aðstoð við flótta úr fangelsi. Þorgils var kallaður til skýrslutöku og beðinn að gera grein fyrir samskiptum þeirra. Þá var sími hans haldlagður og hafður í vörslu lögreglu í heila viku. Vegna þessa meðal annars fóru verjendur þriggja ákærðu í gagnaversmálinu fram á frávísun málsins. Í greinargerð þeirra var vísað til lagaákvæða sem banna að hald sé lagt á muni sem hafi að geyma upplýsingar um það sem sakborningi og verjanda hans hefur farið á milli. Vísað var til aðgerðaskrár síma Þorgils sem sýndi að á þeim tíma sem lögreglan hafði símann í sinni vörslu var kveikt á símanum og lögregla því virst hafa reynt að afla gagna úr honum án heimildarSteinbergur Finnbogason lögmaðurVerjandi settur í gæslu og öll gögn haldlögð Steinbergur Finnbogason var handtekinn við komu í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum í febrúar 2016, grunaður um aðild að umfangsmiklu peningaþvætti. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var sleppt þremur dögum síðar. Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit á lögmannsstofu og heimili Steinbergs og mikið magn skjala afrituð og haldlögð. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um eyðingu umræddra gagna er vísað til trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem eins af „mikilvægustu þáttum réttarríkisins og horfir til réttaröryggis borgaranna. Hún skírskotar þannig ekki einungis til hagsmuna skjólstæðings lögmanns heldur jafnframt til almannahagsmuna.“ Þessum sjónarmiðum hafi með haldlagningu gagnanna með öllu verið varpað fyrir róða og niðurstaðan sú að hagsmunir sem varða trúnaðarsamband verjanda við skjólstæðing sinn séu mun ríkari en meintir rannsóknarhagsmunir í umræddri lögreglurannsókn Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Þetta er bæði fátítt og vandmeðfarið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari um lögmenn sem fá réttarstöðu sakbornings í sakamálum sem þeir hafa aðkomu að sem verjendur. Fjórir verjendur hafa fengið slíka réttarstöðu á síðustu fimm árum, samkvæmt svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þeir sem hafa ákæruvald á hendi eru mjög meðvitaðir um að fara þurfi varlega í þessum efnum vegna þeirrar stöðu sem lögmenn eru í sem verjendur. Þeir gegna ákveðnu hlutverki í refsivörslukerfinu,“ segir Ólafur og vísar til áherslu lögmannanna sjálfra á að þeir séu ekki samsamaðir skjólstæðingum sínum og þeim sé gert kleift að rækja þann starfa sem þeim er jafnvel gert skylt að taka að sér. Ólafur hefur sjálfur verið með mál þar sem verjandi fékk stöðu sakbornings. Aðspurður segist hann þó ekki muna til þess að verjandi í máli hafi verið ákærður. Ólafur bendir á að skilgreining á réttarstöðu sakbornings hafi verið víkkuð töluvert út með nýjum lögum um meðferð sakamála árið 2008. Berglind Svavarsdóttir.Sakaður maður nýtur réttinda umfram aðra sem kvaddir eru til vegna sakamálarannsókna til dæmis til skýrslugjafar. Vegna réttar sakaðs manns til að fella ekki sök á sjálfan sig er sú leið farin að veita viðkomandi réttarstöðu sakbornings og tryggja honum þar með víðtækari réttarvernd. Í málum þar sem grunur hefur fallið á verjendur hafa því fylgt íþyngjandi rannsóknaraðgerðir. Lögmannafélagið vinnur nú að tillögum að reglum um húsleitir á lögmannsstofum sem fela meðal annars í sér að virða þurfi rétt og skyldu lögmanna til trúnaðar við viðskiptamenn sína. Vegna mála sem upp hafa komið á undanförnum árum hafa margir lögmenn gagnrýnt víðtæka dómsúrskurði um húsleitir á lögmannsstofum enda geti haldlagning á gögnum lögmanna stefnt trúnaðarsambandi þeirra við umbjóðendur sína í mikla hættu. Dæmi eru um að öll rafræn gögn lögmanna hafi verið afrituð og haldlögð í kjölfar húsleitar þótt ljóst sé að megnið af þeim hafi enga þýðingu við rannsókn viðkomandi máls. Sími lögmanns og gögn haldlögð af lögreglu Þorgilsi Þorgilssyni var veitt réttarstaða sakbornings í bitcoin-málinu svokallaða, vegna gruns um að hann hefði veitt skjólstæðingi sínum aðstoð við flótta úr fangelsi. Þorgils var kallaður til skýrslutöku og beðinn að gera grein fyrir samskiptum þeirra. Þá var sími hans haldlagður og hafður í vörslu lögreglu í heila viku. Vegna þessa meðal annars fóru verjendur þriggja ákærðu í gagnaversmálinu fram á frávísun málsins. Í greinargerð þeirra var vísað til lagaákvæða sem banna að hald sé lagt á muni sem hafi að geyma upplýsingar um það sem sakborningi og verjanda hans hefur farið á milli. Vísað var til aðgerðaskrár síma Þorgils sem sýndi að á þeim tíma sem lögreglan hafði símann í sinni vörslu var kveikt á símanum og lögregla því virst hafa reynt að afla gagna úr honum án heimildarSteinbergur Finnbogason lögmaðurVerjandi settur í gæslu og öll gögn haldlögð Steinbergur Finnbogason var handtekinn við komu í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum í febrúar 2016, grunaður um aðild að umfangsmiklu peningaþvætti. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var sleppt þremur dögum síðar. Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit á lögmannsstofu og heimili Steinbergs og mikið magn skjala afrituð og haldlögð. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um eyðingu umræddra gagna er vísað til trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem eins af „mikilvægustu þáttum réttarríkisins og horfir til réttaröryggis borgaranna. Hún skírskotar þannig ekki einungis til hagsmuna skjólstæðings lögmanns heldur jafnframt til almannahagsmuna.“ Þessum sjónarmiðum hafi með haldlagningu gagnanna með öllu verið varpað fyrir róða og niðurstaðan sú að hagsmunir sem varða trúnaðarsamband verjanda við skjólstæðing sinn séu mun ríkari en meintir rannsóknarhagsmunir í umræddri lögreglurannsókn
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira