Gera tillögur að reglum um húsleitir á lögmannsstofum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. apríl 2019 06:00 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/GVA „Þetta er bæði fátítt og vandmeðfarið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari um lögmenn sem fá réttarstöðu sakbornings í sakamálum sem þeir hafa aðkomu að sem verjendur. Fjórir verjendur hafa fengið slíka réttarstöðu á síðustu fimm árum, samkvæmt svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þeir sem hafa ákæruvald á hendi eru mjög meðvitaðir um að fara þurfi varlega í þessum efnum vegna þeirrar stöðu sem lögmenn eru í sem verjendur. Þeir gegna ákveðnu hlutverki í refsivörslukerfinu,“ segir Ólafur og vísar til áherslu lögmannanna sjálfra á að þeir séu ekki samsamaðir skjólstæðingum sínum og þeim sé gert kleift að rækja þann starfa sem þeim er jafnvel gert skylt að taka að sér. Ólafur hefur sjálfur verið með mál þar sem verjandi fékk stöðu sakbornings. Aðspurður segist hann þó ekki muna til þess að verjandi í máli hafi verið ákærður. Ólafur bendir á að skilgreining á réttarstöðu sakbornings hafi verið víkkuð töluvert út með nýjum lögum um meðferð sakamála árið 2008. Berglind Svavarsdóttir.Sakaður maður nýtur réttinda umfram aðra sem kvaddir eru til vegna sakamálarannsókna til dæmis til skýrslugjafar. Vegna réttar sakaðs manns til að fella ekki sök á sjálfan sig er sú leið farin að veita viðkomandi réttarstöðu sakbornings og tryggja honum þar með víðtækari réttarvernd. Í málum þar sem grunur hefur fallið á verjendur hafa því fylgt íþyngjandi rannsóknaraðgerðir. Lögmannafélagið vinnur nú að tillögum að reglum um húsleitir á lögmannsstofum sem fela meðal annars í sér að virða þurfi rétt og skyldu lögmanna til trúnaðar við viðskiptamenn sína. Vegna mála sem upp hafa komið á undanförnum árum hafa margir lögmenn gagnrýnt víðtæka dómsúrskurði um húsleitir á lögmannsstofum enda geti haldlagning á gögnum lögmanna stefnt trúnaðarsambandi þeirra við umbjóðendur sína í mikla hættu. Dæmi eru um að öll rafræn gögn lögmanna hafi verið afrituð og haldlögð í kjölfar húsleitar þótt ljóst sé að megnið af þeim hafi enga þýðingu við rannsókn viðkomandi máls. Sími lögmanns og gögn haldlögð af lögreglu Þorgilsi Þorgilssyni var veitt réttarstaða sakbornings í bitcoin-málinu svokallaða, vegna gruns um að hann hefði veitt skjólstæðingi sínum aðstoð við flótta úr fangelsi. Þorgils var kallaður til skýrslutöku og beðinn að gera grein fyrir samskiptum þeirra. Þá var sími hans haldlagður og hafður í vörslu lögreglu í heila viku. Vegna þessa meðal annars fóru verjendur þriggja ákærðu í gagnaversmálinu fram á frávísun málsins. Í greinargerð þeirra var vísað til lagaákvæða sem banna að hald sé lagt á muni sem hafi að geyma upplýsingar um það sem sakborningi og verjanda hans hefur farið á milli. Vísað var til aðgerðaskrár síma Þorgils sem sýndi að á þeim tíma sem lögreglan hafði símann í sinni vörslu var kveikt á símanum og lögregla því virst hafa reynt að afla gagna úr honum án heimildarSteinbergur Finnbogason lögmaðurVerjandi settur í gæslu og öll gögn haldlögð Steinbergur Finnbogason var handtekinn við komu í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum í febrúar 2016, grunaður um aðild að umfangsmiklu peningaþvætti. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var sleppt þremur dögum síðar. Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit á lögmannsstofu og heimili Steinbergs og mikið magn skjala afrituð og haldlögð. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um eyðingu umræddra gagna er vísað til trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem eins af „mikilvægustu þáttum réttarríkisins og horfir til réttaröryggis borgaranna. Hún skírskotar þannig ekki einungis til hagsmuna skjólstæðings lögmanns heldur jafnframt til almannahagsmuna.“ Þessum sjónarmiðum hafi með haldlagningu gagnanna með öllu verið varpað fyrir róða og niðurstaðan sú að hagsmunir sem varða trúnaðarsamband verjanda við skjólstæðing sinn séu mun ríkari en meintir rannsóknarhagsmunir í umræddri lögreglurannsókn Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Þetta er bæði fátítt og vandmeðfarið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari um lögmenn sem fá réttarstöðu sakbornings í sakamálum sem þeir hafa aðkomu að sem verjendur. Fjórir verjendur hafa fengið slíka réttarstöðu á síðustu fimm árum, samkvæmt svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þeir sem hafa ákæruvald á hendi eru mjög meðvitaðir um að fara þurfi varlega í þessum efnum vegna þeirrar stöðu sem lögmenn eru í sem verjendur. Þeir gegna ákveðnu hlutverki í refsivörslukerfinu,“ segir Ólafur og vísar til áherslu lögmannanna sjálfra á að þeir séu ekki samsamaðir skjólstæðingum sínum og þeim sé gert kleift að rækja þann starfa sem þeim er jafnvel gert skylt að taka að sér. Ólafur hefur sjálfur verið með mál þar sem verjandi fékk stöðu sakbornings. Aðspurður segist hann þó ekki muna til þess að verjandi í máli hafi verið ákærður. Ólafur bendir á að skilgreining á réttarstöðu sakbornings hafi verið víkkuð töluvert út með nýjum lögum um meðferð sakamála árið 2008. Berglind Svavarsdóttir.Sakaður maður nýtur réttinda umfram aðra sem kvaddir eru til vegna sakamálarannsókna til dæmis til skýrslugjafar. Vegna réttar sakaðs manns til að fella ekki sök á sjálfan sig er sú leið farin að veita viðkomandi réttarstöðu sakbornings og tryggja honum þar með víðtækari réttarvernd. Í málum þar sem grunur hefur fallið á verjendur hafa því fylgt íþyngjandi rannsóknaraðgerðir. Lögmannafélagið vinnur nú að tillögum að reglum um húsleitir á lögmannsstofum sem fela meðal annars í sér að virða þurfi rétt og skyldu lögmanna til trúnaðar við viðskiptamenn sína. Vegna mála sem upp hafa komið á undanförnum árum hafa margir lögmenn gagnrýnt víðtæka dómsúrskurði um húsleitir á lögmannsstofum enda geti haldlagning á gögnum lögmanna stefnt trúnaðarsambandi þeirra við umbjóðendur sína í mikla hættu. Dæmi eru um að öll rafræn gögn lögmanna hafi verið afrituð og haldlögð í kjölfar húsleitar þótt ljóst sé að megnið af þeim hafi enga þýðingu við rannsókn viðkomandi máls. Sími lögmanns og gögn haldlögð af lögreglu Þorgilsi Þorgilssyni var veitt réttarstaða sakbornings í bitcoin-málinu svokallaða, vegna gruns um að hann hefði veitt skjólstæðingi sínum aðstoð við flótta úr fangelsi. Þorgils var kallaður til skýrslutöku og beðinn að gera grein fyrir samskiptum þeirra. Þá var sími hans haldlagður og hafður í vörslu lögreglu í heila viku. Vegna þessa meðal annars fóru verjendur þriggja ákærðu í gagnaversmálinu fram á frávísun málsins. Í greinargerð þeirra var vísað til lagaákvæða sem banna að hald sé lagt á muni sem hafi að geyma upplýsingar um það sem sakborningi og verjanda hans hefur farið á milli. Vísað var til aðgerðaskrár síma Þorgils sem sýndi að á þeim tíma sem lögreglan hafði símann í sinni vörslu var kveikt á símanum og lögregla því virst hafa reynt að afla gagna úr honum án heimildarSteinbergur Finnbogason lögmaðurVerjandi settur í gæslu og öll gögn haldlögð Steinbergur Finnbogason var handtekinn við komu í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum í febrúar 2016, grunaður um aðild að umfangsmiklu peningaþvætti. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var sleppt þremur dögum síðar. Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit á lögmannsstofu og heimili Steinbergs og mikið magn skjala afrituð og haldlögð. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um eyðingu umræddra gagna er vísað til trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem eins af „mikilvægustu þáttum réttarríkisins og horfir til réttaröryggis borgaranna. Hún skírskotar þannig ekki einungis til hagsmuna skjólstæðings lögmanns heldur jafnframt til almannahagsmuna.“ Þessum sjónarmiðum hafi með haldlagningu gagnanna með öllu verið varpað fyrir róða og niðurstaðan sú að hagsmunir sem varða trúnaðarsamband verjanda við skjólstæðing sinn séu mun ríkari en meintir rannsóknarhagsmunir í umræddri lögreglurannsókn
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent