Segir langtímamarkmiðið að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:05 Gámar á Granda í Reykjavík þar sem heimilislausir hafa gistiaðstöðu. Vísir/Vilhelm Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira