Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:36 Bára Halldórsdóttir furðar sig á nýjustu kröfu Miðflokkskvartettsins. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir hefur birt reikningsyfirlit sitt á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 2018 og segist ekki hafa neitt að fela. Greint var frá því í dag að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefði farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á umræddu tímabili. „Mér fannst þetta svo mikið bull í þeim,“ segir Bára í samtali við Vísi, innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að birta reikningsyfirlitið. „Ég er hætt að skilja þessa menn. Mér líður eins og ég sé í leiðinlegu forræðismáli.“ Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninga Báru á tímabilinu en hún sendi Vísi yfirlit yfir færslur á tveimur bankareikningum sínum. Strokað hefur verið yfir stöðu og númer reikninganna, nöfn maka og barns auk föðurnafna vina hennar í millifærslunum. Yfirlitin má sjá neðst í fréttinni. Bára lætur jafnframt fylgja útskýringar á nokkrum hæstu greiðslunum. 50 þúsund krónur frá Behcet‘s á Íslandi, samtökum um sjúkdóminn sem Bára er með, voru lagðar inn á reikninginn vegna flugferðar sem hún fór á þeirra vegum. Þá greiddi Sýn hf. Báru 40 þúsund krónur þann 12. desember fyrir myndefni, sem Bára tók á Klaustri þann 20. nóvember, til að nota í fréttum Stöðvar 2.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.VísirRúmar 300 þúsund krónur frá Tryggingastofnun þann 3. desember samanstandi af örorkubótum og desemberuppbót. Því sé um að ræða hærri greiðslu en vanalega. Þá má rekja 2750 króna greiðslu á Klausturbar þann 20. nóvember til tveggja kaffibolla og kokteils sem hún keypti sér á staðnum umrætt kvöld, að sögn Báru. „Ég er ekki að fá neinar upphæðir frá neinum,“ segir Bára jafnframt í samtali við Vísi. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru. Haft var eftir Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanni Báru Halldórsdóttur í kvöldfréttum RÚV að krafa Miðflokksmanna um aðgang að bankareikningi og yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð til og frá Báru væri afar óvenjuleg og varla svaraverð. Ekkert óvenjulegt sé heldur í gögnum frá Báru.Vísir er í eigu Sýnar hf. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Bára Halldórsdóttir hefur birt reikningsyfirlit sitt á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 2018 og segist ekki hafa neitt að fela. Greint var frá því í dag að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefði farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á umræddu tímabili. „Mér fannst þetta svo mikið bull í þeim,“ segir Bára í samtali við Vísi, innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að birta reikningsyfirlitið. „Ég er hætt að skilja þessa menn. Mér líður eins og ég sé í leiðinlegu forræðismáli.“ Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninga Báru á tímabilinu en hún sendi Vísi yfirlit yfir færslur á tveimur bankareikningum sínum. Strokað hefur verið yfir stöðu og númer reikninganna, nöfn maka og barns auk föðurnafna vina hennar í millifærslunum. Yfirlitin má sjá neðst í fréttinni. Bára lætur jafnframt fylgja útskýringar á nokkrum hæstu greiðslunum. 50 þúsund krónur frá Behcet‘s á Íslandi, samtökum um sjúkdóminn sem Bára er með, voru lagðar inn á reikninginn vegna flugferðar sem hún fór á þeirra vegum. Þá greiddi Sýn hf. Báru 40 þúsund krónur þann 12. desember fyrir myndefni, sem Bára tók á Klaustri þann 20. nóvember, til að nota í fréttum Stöðvar 2.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.VísirRúmar 300 þúsund krónur frá Tryggingastofnun þann 3. desember samanstandi af örorkubótum og desemberuppbót. Því sé um að ræða hærri greiðslu en vanalega. Þá má rekja 2750 króna greiðslu á Klausturbar þann 20. nóvember til tveggja kaffibolla og kokteils sem hún keypti sér á staðnum umrætt kvöld, að sögn Báru. „Ég er ekki að fá neinar upphæðir frá neinum,“ segir Bára jafnframt í samtali við Vísi. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru. Haft var eftir Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanni Báru Halldórsdóttur í kvöldfréttum RÚV að krafa Miðflokksmanna um aðgang að bankareikningi og yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð til og frá Báru væri afar óvenjuleg og varla svaraverð. Ekkert óvenjulegt sé heldur í gögnum frá Báru.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01
Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00