Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:36 Bára Halldórsdóttir furðar sig á nýjustu kröfu Miðflokkskvartettsins. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir hefur birt reikningsyfirlit sitt á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 2018 og segist ekki hafa neitt að fela. Greint var frá því í dag að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefði farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á umræddu tímabili. „Mér fannst þetta svo mikið bull í þeim,“ segir Bára í samtali við Vísi, innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að birta reikningsyfirlitið. „Ég er hætt að skilja þessa menn. Mér líður eins og ég sé í leiðinlegu forræðismáli.“ Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninga Báru á tímabilinu en hún sendi Vísi yfirlit yfir færslur á tveimur bankareikningum sínum. Strokað hefur verið yfir stöðu og númer reikninganna, nöfn maka og barns auk föðurnafna vina hennar í millifærslunum. Yfirlitin má sjá neðst í fréttinni. Bára lætur jafnframt fylgja útskýringar á nokkrum hæstu greiðslunum. 50 þúsund krónur frá Behcet‘s á Íslandi, samtökum um sjúkdóminn sem Bára er með, voru lagðar inn á reikninginn vegna flugferðar sem hún fór á þeirra vegum. Þá greiddi Sýn hf. Báru 40 þúsund krónur þann 12. desember fyrir myndefni, sem Bára tók á Klaustri þann 20. nóvember, til að nota í fréttum Stöðvar 2.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.VísirRúmar 300 þúsund krónur frá Tryggingastofnun þann 3. desember samanstandi af örorkubótum og desemberuppbót. Því sé um að ræða hærri greiðslu en vanalega. Þá má rekja 2750 króna greiðslu á Klausturbar þann 20. nóvember til tveggja kaffibolla og kokteils sem hún keypti sér á staðnum umrætt kvöld, að sögn Báru. „Ég er ekki að fá neinar upphæðir frá neinum,“ segir Bára jafnframt í samtali við Vísi. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru. Haft var eftir Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanni Báru Halldórsdóttur í kvöldfréttum RÚV að krafa Miðflokksmanna um aðgang að bankareikningi og yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð til og frá Báru væri afar óvenjuleg og varla svaraverð. Ekkert óvenjulegt sé heldur í gögnum frá Báru.Vísir er í eigu Sýnar hf. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Bára Halldórsdóttir hefur birt reikningsyfirlit sitt á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 2018 og segist ekki hafa neitt að fela. Greint var frá því í dag að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefði farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á umræddu tímabili. „Mér fannst þetta svo mikið bull í þeim,“ segir Bára í samtali við Vísi, innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að birta reikningsyfirlitið. „Ég er hætt að skilja þessa menn. Mér líður eins og ég sé í leiðinlegu forræðismáli.“ Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninga Báru á tímabilinu en hún sendi Vísi yfirlit yfir færslur á tveimur bankareikningum sínum. Strokað hefur verið yfir stöðu og númer reikninganna, nöfn maka og barns auk föðurnafna vina hennar í millifærslunum. Yfirlitin má sjá neðst í fréttinni. Bára lætur jafnframt fylgja útskýringar á nokkrum hæstu greiðslunum. 50 þúsund krónur frá Behcet‘s á Íslandi, samtökum um sjúkdóminn sem Bára er með, voru lagðar inn á reikninginn vegna flugferðar sem hún fór á þeirra vegum. Þá greiddi Sýn hf. Báru 40 þúsund krónur þann 12. desember fyrir myndefni, sem Bára tók á Klaustri þann 20. nóvember, til að nota í fréttum Stöðvar 2.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.VísirRúmar 300 þúsund krónur frá Tryggingastofnun þann 3. desember samanstandi af örorkubótum og desemberuppbót. Því sé um að ræða hærri greiðslu en vanalega. Þá má rekja 2750 króna greiðslu á Klausturbar þann 20. nóvember til tveggja kaffibolla og kokteils sem hún keypti sér á staðnum umrætt kvöld, að sögn Báru. „Ég er ekki að fá neinar upphæðir frá neinum,“ segir Bára jafnframt í samtali við Vísi. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru. Haft var eftir Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanni Báru Halldórsdóttur í kvöldfréttum RÚV að krafa Miðflokksmanna um aðgang að bankareikningi og yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð til og frá Báru væri afar óvenjuleg og varla svaraverð. Ekkert óvenjulegt sé heldur í gögnum frá Báru.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01
Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent