Tímaritið In Touch sló orðrómnum upp á forsíðu sinni í byrjun þessa mánaðar, fyrst „rótgróinna“ miðla. Blaðið greindi frá því að Vilhjálmur hafi haldið fram hjá eiginkonu sinni, Katrínu hertogaynju af Cambridge, með Rose Hanbury, markgreifafrú af Cholmondeley og nágranna hertogahjónanna.

Breskir fjölmiðlar hafa fæstir snert á orðrómnum en þó hefur verið fjallað um málið á ýmsum slúðurmiðlum undanfarnar vikur. Talsmenn konungsfjölskyldunnar hafa þvertekið fyrir framhjáhaldið en hafa neitað að tjá sig um málið að öðru leyti.
Þá greindi vefmiðillinn The Daily Beast frá því nú í apríl að lögmenn konungsfjölskyldunnar hafi hótað breskum fjölmiðli lögsókn vegna umfjöllunar um hið meinta framhjáhald.
Áður höfðu slúðurmiðlar fjallað um sögusagnir af meintum vinslitum Katrínar og áðurnefndrar Hanbury, sem hafa verið góðar vinkonur um árabil og áberandi í bresku samkvæmislífi. Þeim sögusögnum hefur einnig verið vísað á bug.
Notendur á samfélagsmiðlum hafa tekið við sér undanfarna daga og margir lýst yfir megnri óánægju með meinta hegðun Vilhjálms, líkt og sjá má í færslunum hér að neðan.
God with the rest of Prince William's hair after seeing he cheated on Kate Middleton pic.twitter.com/pv033pnrPN
— Shannon Wilson (@Shannon_Lee4) April 26, 2019
princess diana coming back to life after she hears the shit that prince william's been up to pic.twitter.com/KHV9rYm7Di
— (@bloomcavill) April 26, 2019
if kate middleton really got cheated on, i hope she's safe because the last time something like this happened, it didn't end well. and if prince william cheat after everything his mom went through gosh he's not as fine royalty.
— Mukhtar Awan (@Mukhtar50852642) April 26, 2019
I didn't wake up at the ass crack of dawn when I was 11 to watch the wedding ceremony of Prince William and Kate Middleton FOR hIM TO cHeAT oN hER
— Margaret Grenchik (@MargaretMG10) April 26, 2019
Þá var einnig fjallað ítarlega um meinta erfiðleika í samskiptum svilkvennana Meghan og Katrínar svo mánuðum skipti, þó að þeir orðrómar virðist nú að mestu hafa vikið fyrir áðurnefndum sögusögnum af Vilhjálmi.