Musk lagðar línurnar um hverju hann má tísta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 23:18 Elon Musk. Nathan Dvir/Getty Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur náð samkomulagi við fjölþjóðlega frumkvöðulinn Elon Musk og fyrirtæki hans, Tesla, um hvers konar upplýsingum Musk er óheimilt að deila á Twitter, og annars staðar. Verðbréfaeftirlitið hafði áður sakað Musk um að brjóta í bága við dómsúrskurð þess efnis að hann mætti ekki deila upplýsingum sem gætu haft áhrif á fjármálamarkaði, án þess að að fá fyrir því leyfi. Dómari skipaði málsaðilum að komast að samkomulagi um málið áður en látið yrði reyna á dómstólaleiðina. Musk hefur í gegn um tíðina deilt ýmsum fyrirætlunum fyrirtækisins með fylgjendum sínum á Twitter. Meðal annars hefur hann sagt frá nýjum vörum sem fyrirtækið hefur í þróun eða hyggst framleiða, með tilheyrandi stökkum og dýfum á verðbréfamarkaði. Nú hafa Musk og Tesla náð samkomulagi við verðbréfaeftirlitið. Samkomulagið, sem verðbréfaeftirlitið birti í dag, kveður á um að Musk má ekki, án þess að fá leyfi hjá lögmannateymi Tesla, deila upplýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhugaða samruna eða yfirtökur, fyrirhugaða viðskiptasamninga, áður ótilkynntar framleiðslu- eða sölutölur eða fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins á öðrum sviðum en það starfar nú, en samkvæmt samkomulaginu skilgreinast þau innan marka samgangna og sjálfbærrar orku. Hvorki Tesla né Musk sjálfur hafa tjáð sig um samkomulagið. Bandaríkin Tesla Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur náð samkomulagi við fjölþjóðlega frumkvöðulinn Elon Musk og fyrirtæki hans, Tesla, um hvers konar upplýsingum Musk er óheimilt að deila á Twitter, og annars staðar. Verðbréfaeftirlitið hafði áður sakað Musk um að brjóta í bága við dómsúrskurð þess efnis að hann mætti ekki deila upplýsingum sem gætu haft áhrif á fjármálamarkaði, án þess að að fá fyrir því leyfi. Dómari skipaði málsaðilum að komast að samkomulagi um málið áður en látið yrði reyna á dómstólaleiðina. Musk hefur í gegn um tíðina deilt ýmsum fyrirætlunum fyrirtækisins með fylgjendum sínum á Twitter. Meðal annars hefur hann sagt frá nýjum vörum sem fyrirtækið hefur í þróun eða hyggst framleiða, með tilheyrandi stökkum og dýfum á verðbréfamarkaði. Nú hafa Musk og Tesla náð samkomulagi við verðbréfaeftirlitið. Samkomulagið, sem verðbréfaeftirlitið birti í dag, kveður á um að Musk má ekki, án þess að fá leyfi hjá lögmannateymi Tesla, deila upplýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhugaða samruna eða yfirtökur, fyrirhugaða viðskiptasamninga, áður ótilkynntar framleiðslu- eða sölutölur eða fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins á öðrum sviðum en það starfar nú, en samkvæmt samkomulaginu skilgreinast þau innan marka samgangna og sjálfbærrar orku. Hvorki Tesla né Musk sjálfur hafa tjáð sig um samkomulagið.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira