Okkar eigin Trump Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. apríl 2019 08:00 Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun