Heimilismenn með sín eigin gæludýr á Ási í Hveragerði 27. apríl 2019 19:45 Hænur, kettir og hundar gleðja heimilismenn alla daga á dvalar og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði en þar er heimilisfólki er leyft að vera með sín eigin gæludýr á heimilinu. Ás er Eden heimili, sem gengur út á að reyna að útrýma einmanaleika, leiða og hjálparleysi. Það var hátíðleg stund nýlega á Ási í Hveragerði þegar heimilið fékk formlega viðurkenningu þess efnis að það væri orðið Eden heimili. Boðið var upp á hátíðardagskrá með ræðum, söng og veitingum „Grunnurinn er að útrýma vanmætti, leiða og einmanaleika og ef við horfum á einstaklinga út frá þessum þremur hugtökum þá erum við að hugsa um vellíðan fólks, ekki bara hvaða sjúkdóma það er með eða hvaða færnisskerðingu það er með, við erum að horfa á styrkleika þeirra og hvað hægt er að gera með hverjum og einum til þess að efla og styrkja viðkomandi til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi“, segir Rannveig Guðnadóttir verkefnisstjóri Eden á Íslandi. Gæludýr eins og hundar og kettir eru hluti af daglegu lífi á Ási, Rúsína er t.d. hundur sem einn heimilismaður á og er með á heimilinu. Dýrin eru mikilvæg. „Þau gefa fólki tækifæri á að hafa hlutverk og gleða og vekja bara mikla kátínu“, segir Steinunn Svanborg Gísladóttir, starfsmaður á Ási og bætir við hvað það sé stórkostlegt að fólkið fái að hafa sín eigin gæludýr inn á heimilinu. Hænurnar fá þó ekki að vera inni á heimilinu, þær eru í sínum hænsnakofa þar sem Fanney Björk Karlsdóttir er hænsnahirðir heimilisins. „Þær hafa vetursetu í Einholti í Ásahreppi en eru núna að koma heim og ætla að vera hér í sumar. Fólkið á heimilinu kemur hingað og sér um hænurnar, nær í eggin og svö bökuðum við náttúrulega úr eggjunum“, segir Fanney Björk. Á Ási eru nokkrir kettir, sem heimilisfólkið dýrkar.Hér er Árný Freyja með eina kisuna hjá sér.Leikskólabörn í Hveragerði eru mjög dugleg að koma í heimsókn.Magnús HlynurForsvarsmenn Áss í Hveragerði og Eden verkefnissins með skjalið, sem staðfestir að heimilið sé formlega orðið Eden heimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hænan Dorrit býr í hænsnakofanum á Ási.Magnús Hlynur Hveragerði Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hænur, kettir og hundar gleðja heimilismenn alla daga á dvalar og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði en þar er heimilisfólki er leyft að vera með sín eigin gæludýr á heimilinu. Ás er Eden heimili, sem gengur út á að reyna að útrýma einmanaleika, leiða og hjálparleysi. Það var hátíðleg stund nýlega á Ási í Hveragerði þegar heimilið fékk formlega viðurkenningu þess efnis að það væri orðið Eden heimili. Boðið var upp á hátíðardagskrá með ræðum, söng og veitingum „Grunnurinn er að útrýma vanmætti, leiða og einmanaleika og ef við horfum á einstaklinga út frá þessum þremur hugtökum þá erum við að hugsa um vellíðan fólks, ekki bara hvaða sjúkdóma það er með eða hvaða færnisskerðingu það er með, við erum að horfa á styrkleika þeirra og hvað hægt er að gera með hverjum og einum til þess að efla og styrkja viðkomandi til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi“, segir Rannveig Guðnadóttir verkefnisstjóri Eden á Íslandi. Gæludýr eins og hundar og kettir eru hluti af daglegu lífi á Ási, Rúsína er t.d. hundur sem einn heimilismaður á og er með á heimilinu. Dýrin eru mikilvæg. „Þau gefa fólki tækifæri á að hafa hlutverk og gleða og vekja bara mikla kátínu“, segir Steinunn Svanborg Gísladóttir, starfsmaður á Ási og bætir við hvað það sé stórkostlegt að fólkið fái að hafa sín eigin gæludýr inn á heimilinu. Hænurnar fá þó ekki að vera inni á heimilinu, þær eru í sínum hænsnakofa þar sem Fanney Björk Karlsdóttir er hænsnahirðir heimilisins. „Þær hafa vetursetu í Einholti í Ásahreppi en eru núna að koma heim og ætla að vera hér í sumar. Fólkið á heimilinu kemur hingað og sér um hænurnar, nær í eggin og svö bökuðum við náttúrulega úr eggjunum“, segir Fanney Björk. Á Ási eru nokkrir kettir, sem heimilisfólkið dýrkar.Hér er Árný Freyja með eina kisuna hjá sér.Leikskólabörn í Hveragerði eru mjög dugleg að koma í heimsókn.Magnús HlynurForsvarsmenn Áss í Hveragerði og Eden verkefnissins með skjalið, sem staðfestir að heimilið sé formlega orðið Eden heimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hænan Dorrit býr í hænsnakofanum á Ási.Magnús Hlynur
Hveragerði Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira