Warriors vann þar með einvígið 4-2 og mun mæta Houston Rockets í undanúrslitum.
Kevin Durant fór mikinn í nótt og skoraði 50 stig. Draymond Green átti sömuleiðis góðan leik með 16 stig, 10 stoðsendingar og 14 fráköst.
Ítalinn Danilo Gallinari var atkvæðamestur í liði Clippers með 29 stig en liðið heldur nú í sumarfrí eftir hetjulega baráttu við meistaraliðið.