Innlent

"Samfélagið þarf að standa með börnum sem missa foreldri“

Andri Eysteinsson skrifar
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Fréttablaðið/Ernir
Ráðstefnan „Hvað verður um mig“ – Málþing um rétt barna, stöðu þeirra og þarfir við fráfall foreldris, verður haldin á morgun í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar.

Ráðstefnan verður sett af félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, og Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun í upphafi ráðstefnunnar flytja ávarp. Þá munu ýmsir fyrirlesarar fjalla um málefnið en Hagstofa tók nýverið saman tölir um fjölda barna sem lenda í þeirri stöðu að missa foreldri.

Á málþinginu, sem einnig verður streymt á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, verða kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris sem og um stöðu barna krabbameinssjúklinga.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og annar fundarstjóra ráðstefnunnar segirþað sorglega staðreynd að börn lendi í þeirri stöðu að missa foreldri og að samfélagið þurfi að tryggja velferð þeirra barna.

„Það er stórt og óafturkræft áfall þegar foreldri barns fellur frá og hefur mikil áhrif á líf þess,“ segir Halla. „Það er sorgleg staðreynd að á hverju ári lenda börn í þessari stöðu og samfélagið allt þarf að standa með þeim og tryggja velferð þeirra.

Málþingið hefst klukkan 14:50, mánudaginn 29.apríl í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×