Kerr líkti Kevin Durant við Jordan eftir sigur GSW á Houston í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 07:30 Kevin Durant fagnar einni af körfum sínum í leiknum í nótt. AP/Jae C. Hong Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum