Harden bað um sanngirni í dómgæslu eftir tapið í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:30 James Harden mótmælir dómi. AP/David J. Phillip Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. James Harden og félagar í liði Houston Rockets voru nefnilega allt annað en sáttir með dómgæsluna í þessum fyrsta leik sínum á móti Golden State Warriors í undanúrslitum vestursins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.James Harden wasn't thrilled about the officiating in Game 1. pic.twitter.com/2e2GRlaiDg — NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 28, 2019Liðin hafa mæst oft í úrslitakeppninni á síðustu árum og eins og áður þá ganga leikmenn Golden State Warriors eins langt og þeir komast við að reyna að stoppa James Harden. Að þessu sinni virtust þeir komast margoft upp með það að stíga undir James Harden í þriggja stiga skotunum. Samkvæmt James Harden og þjálfaranum Mike D'Antoni þá viðurkenndu dómararnir í hálfleik að þeir höfðu fjórum sinnum misst af því þegar Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, hoppaði undir Harden í þriggja stiga skoti. Það gerðist síðan aftur í lokaskotinu en þá var það Draymond Green sem fór undir Harden. „Ég ætla að reyna að vera eins kurteis og ég get því ég vil ekki gefa þeim peninginn. Ég vil miklu frekar að mín góðgerðasamtök njóti góðs af peningunum mínum,“ sagði Mike D'Antoni eftir leik. „Dómararnir komu inn í sal eftir hálfleikinn og viðurkenndu að þeir höfðu misst af þessu. Þeir sögðu mér það. Þeir misstu af fjórum villum. Það eru tólf vítaskot. Það verður að hafa það. Þeir eru að gera eins vel og þeir geta,“ sagði Mike D'Antoni.CP3 got ejected after this wild Rockets final possession pic.twitter.com/qXqGJ9Yqjo — SportsCenter (@SportsCenter) April 28, 2019James Harden var líka spurður út í dómgæsluna en hann tók fjórtán víti í leiknum í nótt og skoraði alls 35 stig. Aðeins 4 af 16 þriggja stiga skotum hans fóru hins vegar rétta leið. „Ég vil bara fá sanngirni í dómgæslunni og að þeir fari eftir reglunum. Ég bið ekki um meira og þá get ég sætt við mig útkomuna,“ sagði James Harden sem klikkaði á þriggja stiga skoti 7,4 sekúndum fyrir leikslok en hann hefði þá getað jafnað metin. Harden komst eins og áður sagði fjórtán sinnum á vítalínuna en þá aðeins einu sinni eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Það er hætt við því að dómarar næsta leiks muni fylgjast gaumgæfilega með því hvort að leikmenn Golden State fari undir Harden í þriggja stiga skotunum.Big plays down the stretch as the @warriors (1-0) top HOU in a thrilling Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/JjHLdSeRNy — NBA (@NBA) April 28, 2019Chris Paul fékk tvær tæknivillur fyrir að mótmæla því að James Harden fékk ekki villu á leikmenn Golden State í þriggja stiga skoti. Seinna atvikið var á lokasekúndunum og var Paul þá sendur í sturtu. Harden rifjaði það líka upp þegar Kawhi Leonard meiddist illa í leik eitt á móti Golden State í úrslitakeppninni 2017 þegar Zaza Pachulia fór undir hann og Leonard lenti á fætinum hans og tognaði illa. „Við vitum öll hvað gerðist hjá Kawhi fyrir nokkrum árum. Svona atvik getur breytt heilli seríu. Þetta er bara einfalt. Dæmið leikinn eins og stendur í reglunum,“ ítrekaði Harden.Harden (16 PTS) steps back for three... got it! #NBAPlayoffs#RunAsOne 44#StrengthInNumbers 51 2:36 left in Q2 on #NBAonABCpic.twitter.com/Z4kTimOFlc — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. James Harden og félagar í liði Houston Rockets voru nefnilega allt annað en sáttir með dómgæsluna í þessum fyrsta leik sínum á móti Golden State Warriors í undanúrslitum vestursins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.James Harden wasn't thrilled about the officiating in Game 1. pic.twitter.com/2e2GRlaiDg — NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 28, 2019Liðin hafa mæst oft í úrslitakeppninni á síðustu árum og eins og áður þá ganga leikmenn Golden State Warriors eins langt og þeir komast við að reyna að stoppa James Harden. Að þessu sinni virtust þeir komast margoft upp með það að stíga undir James Harden í þriggja stiga skotunum. Samkvæmt James Harden og þjálfaranum Mike D'Antoni þá viðurkenndu dómararnir í hálfleik að þeir höfðu fjórum sinnum misst af því þegar Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, hoppaði undir Harden í þriggja stiga skoti. Það gerðist síðan aftur í lokaskotinu en þá var það Draymond Green sem fór undir Harden. „Ég ætla að reyna að vera eins kurteis og ég get því ég vil ekki gefa þeim peninginn. Ég vil miklu frekar að mín góðgerðasamtök njóti góðs af peningunum mínum,“ sagði Mike D'Antoni eftir leik. „Dómararnir komu inn í sal eftir hálfleikinn og viðurkenndu að þeir höfðu misst af þessu. Þeir sögðu mér það. Þeir misstu af fjórum villum. Það eru tólf vítaskot. Það verður að hafa það. Þeir eru að gera eins vel og þeir geta,“ sagði Mike D'Antoni.CP3 got ejected after this wild Rockets final possession pic.twitter.com/qXqGJ9Yqjo — SportsCenter (@SportsCenter) April 28, 2019James Harden var líka spurður út í dómgæsluna en hann tók fjórtán víti í leiknum í nótt og skoraði alls 35 stig. Aðeins 4 af 16 þriggja stiga skotum hans fóru hins vegar rétta leið. „Ég vil bara fá sanngirni í dómgæslunni og að þeir fari eftir reglunum. Ég bið ekki um meira og þá get ég sætt við mig útkomuna,“ sagði James Harden sem klikkaði á þriggja stiga skoti 7,4 sekúndum fyrir leikslok en hann hefði þá getað jafnað metin. Harden komst eins og áður sagði fjórtán sinnum á vítalínuna en þá aðeins einu sinni eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Það er hætt við því að dómarar næsta leiks muni fylgjast gaumgæfilega með því hvort að leikmenn Golden State fari undir Harden í þriggja stiga skotunum.Big plays down the stretch as the @warriors (1-0) top HOU in a thrilling Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/JjHLdSeRNy — NBA (@NBA) April 28, 2019Chris Paul fékk tvær tæknivillur fyrir að mótmæla því að James Harden fékk ekki villu á leikmenn Golden State í þriggja stiga skoti. Seinna atvikið var á lokasekúndunum og var Paul þá sendur í sturtu. Harden rifjaði það líka upp þegar Kawhi Leonard meiddist illa í leik eitt á móti Golden State í úrslitakeppninni 2017 þegar Zaza Pachulia fór undir hann og Leonard lenti á fætinum hans og tognaði illa. „Við vitum öll hvað gerðist hjá Kawhi fyrir nokkrum árum. Svona atvik getur breytt heilli seríu. Þetta er bara einfalt. Dæmið leikinn eins og stendur í reglunum,“ ítrekaði Harden.Harden (16 PTS) steps back for three... got it! #NBAPlayoffs#RunAsOne 44#StrengthInNumbers 51 2:36 left in Q2 on #NBAonABCpic.twitter.com/Z4kTimOFlc — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli