Hljóp heilt maraþon en komst bókstaflega ekki yfir marklínuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:00 Lukas Bates fær hér hjálp við að komast yfir marklínuna. AP/Alastair Grant Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna. Bretland Hlaup Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Sjá meira
Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna.
Bretland Hlaup Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Sjá meira