Ökumaður á rauðu ljósi ók á barn rétt hjá hinum slysstaðnum á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:07 Frá slysstað á Hringbraut á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Mynd/Erik Hirt Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí. Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí.
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52
Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33
Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15