Trópí fyrir bí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 13:15 Útlit og innihald Trópí og Minute Maid var nánast alfarið eins. Teitur Atlason Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. Bæði vörumerkin eru í eigu The Coca-Cola Company og hefur Trópí reitt sig á markaðsefni og umbúðahönnun frá Minute Maid síðastliðin ár. Frá og með janúar síðastliðnum færðist Trópí hins vegar alfarið yfir í Minute Maid. Að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, má rekja breytingarnar til þess að framleiðsla fyrirtækisins á ávaxtasöfum í Tetra Pak-umbúðum fluttist alfarið til Belgíu í upphafi árs. Stefán áréttar að þessu hafi ekki fylgt neinar uppsagnir og að starfsfólki í Tetra Pak-deildinni hafi boðist önnur störf innan fyrirtækisins. Tengsl Minute Maid og Trópí hafa lengi legið fyrir, enda útlit drykkjanna nánast hið sama eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Teitur Atlason vakti t.a.m. athygli á því í fyrra að þrátt fyrir að innihaldið væri nær algjörlega sambærilegt hafi verið um 40% verðmunur á söfunum. Sjá einnig: Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin„Minute Maid býður upp á fjölbreytt og spennandi vöruúrval sem við erum nú að kynna fyrir Íslendingum. Með þessu móti náum við jafnframt að mæta markmiði okkar um að Íslendingum standi til boða sambærilegt úrval og best þekkist,“ segir Stefán. Breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði og sé útlit umbúða og vöruúrval sambærilegt við það sem áður var.Svali minnkaður Stefán segir að því verði þó ekki neitað að ákveðin eftirsjá sé í vörumerkinu Trópí sem hefur verið til sölu hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Með sameiningu við Sól-Víking árið 2001 færðist framleiðsla á Trópí til Vílfells, sem nú heitir CCEP. Engu að síður er það mat fyrirtækisins að „stærri tækifæri séu fólgin í vörumerkinu Minute Maid til lengri tíma og meiri möguleikar í vöruvali og nýjungum,“ að sögn Stefáns. Hann bætir við að samhliða þessu sé annar ávaxtasafi, Svali, kominn í minni umbúðir. Hann er nú í 200ml umbúðum í stað 250ml umbúða. Stefán segir það vera í takt við stefnu CCEP um að minnka skammtastærðir og draga úr sykri í framleiðslu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Tetra Pak-deild CCEP hafi flust til Belgíu vill Stefán þó ekki meina að það sé til marks um að Coca-Cola á Íslandi sé að hætta framleiðslu hérlendis. Eftir breytinguna verður þriðjungur af ófengum drykkjavörum fyrirtækisins innfluttar en 67 prósent framleitt hér á landi. Nær allur bjór sem fyrirtækið selur, eða um 95 prósent, er auk þess framleiddur í Viking Brugghúsi á Akureyri. Neytendur Tímamót Tengdar fréttir Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. Bæði vörumerkin eru í eigu The Coca-Cola Company og hefur Trópí reitt sig á markaðsefni og umbúðahönnun frá Minute Maid síðastliðin ár. Frá og með janúar síðastliðnum færðist Trópí hins vegar alfarið yfir í Minute Maid. Að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, má rekja breytingarnar til þess að framleiðsla fyrirtækisins á ávaxtasöfum í Tetra Pak-umbúðum fluttist alfarið til Belgíu í upphafi árs. Stefán áréttar að þessu hafi ekki fylgt neinar uppsagnir og að starfsfólki í Tetra Pak-deildinni hafi boðist önnur störf innan fyrirtækisins. Tengsl Minute Maid og Trópí hafa lengi legið fyrir, enda útlit drykkjanna nánast hið sama eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Teitur Atlason vakti t.a.m. athygli á því í fyrra að þrátt fyrir að innihaldið væri nær algjörlega sambærilegt hafi verið um 40% verðmunur á söfunum. Sjá einnig: Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin„Minute Maid býður upp á fjölbreytt og spennandi vöruúrval sem við erum nú að kynna fyrir Íslendingum. Með þessu móti náum við jafnframt að mæta markmiði okkar um að Íslendingum standi til boða sambærilegt úrval og best þekkist,“ segir Stefán. Breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði og sé útlit umbúða og vöruúrval sambærilegt við það sem áður var.Svali minnkaður Stefán segir að því verði þó ekki neitað að ákveðin eftirsjá sé í vörumerkinu Trópí sem hefur verið til sölu hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Með sameiningu við Sól-Víking árið 2001 færðist framleiðsla á Trópí til Vílfells, sem nú heitir CCEP. Engu að síður er það mat fyrirtækisins að „stærri tækifæri séu fólgin í vörumerkinu Minute Maid til lengri tíma og meiri möguleikar í vöruvali og nýjungum,“ að sögn Stefáns. Hann bætir við að samhliða þessu sé annar ávaxtasafi, Svali, kominn í minni umbúðir. Hann er nú í 200ml umbúðum í stað 250ml umbúða. Stefán segir það vera í takt við stefnu CCEP um að minnka skammtastærðir og draga úr sykri í framleiðslu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Tetra Pak-deild CCEP hafi flust til Belgíu vill Stefán þó ekki meina að það sé til marks um að Coca-Cola á Íslandi sé að hætta framleiðslu hérlendis. Eftir breytinguna verður þriðjungur af ófengum drykkjavörum fyrirtækisins innfluttar en 67 prósent framleitt hér á landi. Nær allur bjór sem fyrirtækið selur, eða um 95 prósent, er auk þess framleiddur í Viking Brugghúsi á Akureyri.
Neytendur Tímamót Tengdar fréttir Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00