Beindi fyrirspurn að samflokkskonu sinni varðandi Procar Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2019 18:01 Þórdís Kolbrún sagðist hafa átt við að almennt væri íþyngjandi að svipta fyrirtæki starfsleyfi sínu, ekki bara í tilviki Procar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og samflokkskonu sinni, varðandi mál bílaleigunnar Procar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Áslaugar Örnu beindist að ummælum Þórdísar í viðtali við RÚV á dögunum þar sem ráðherrann sagði það íþyngjandi aðgerð að svipta bílaleiguna starfsleyfi og bað hún ráðherra að skýra mál sitt. Í svari Þórdísar sagðist hún fagna fyrirspurninni og taldi hana vera gott tækifæri til þess að skýra mál sitt. Sagði hún fyrirsögn fréttarinnar vera úr samhengi enda hafi hún átt við að það væri almennt íþyngjandi aðgerð að svipta fyrirtæki starfsleyfinu en Þórdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. „Það voru sem sagt ekki mín skilaboð að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir þetta fyrirtæki vegna þeirra brota sem það hafði framið að það væri svipt starfsleyfi.“ Þá sagði Þórdís eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum landsins vera það dýrasta innan allra landa OECD og það þyrfti að passa að aukið eftirlit væri ekki svarið við öllu. Það myndi einungis bitna á fyrirtækjum, neytendum og skattgreiðendum að hafa eftirlit sem væri óskilvirkt, kostnaðarsamt eða óþarflega umfangsmikið. Frekar ætti að sjá til þess að refsiábyrgð lögaðila væri nægilega skýr enda myndi aukið eftirlit í þessu tilviki þýða eftirlit með 120 bílaleigum um allt land. „Þess vegna getur ekki svarið alltaf verið að það þurfi að auka eftirlitið á alla þegar einhver brýtur af sér,“ sagði ráðherrann að lokum. Alþingi Bílaleigur Procar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og samflokkskonu sinni, varðandi mál bílaleigunnar Procar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Áslaugar Örnu beindist að ummælum Þórdísar í viðtali við RÚV á dögunum þar sem ráðherrann sagði það íþyngjandi aðgerð að svipta bílaleiguna starfsleyfi og bað hún ráðherra að skýra mál sitt. Í svari Þórdísar sagðist hún fagna fyrirspurninni og taldi hana vera gott tækifæri til þess að skýra mál sitt. Sagði hún fyrirsögn fréttarinnar vera úr samhengi enda hafi hún átt við að það væri almennt íþyngjandi aðgerð að svipta fyrirtæki starfsleyfinu en Þórdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. „Það voru sem sagt ekki mín skilaboð að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir þetta fyrirtæki vegna þeirra brota sem það hafði framið að það væri svipt starfsleyfi.“ Þá sagði Þórdís eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum landsins vera það dýrasta innan allra landa OECD og það þyrfti að passa að aukið eftirlit væri ekki svarið við öllu. Það myndi einungis bitna á fyrirtækjum, neytendum og skattgreiðendum að hafa eftirlit sem væri óskilvirkt, kostnaðarsamt eða óþarflega umfangsmikið. Frekar ætti að sjá til þess að refsiábyrgð lögaðila væri nægilega skýr enda myndi aukið eftirlit í þessu tilviki þýða eftirlit með 120 bílaleigum um allt land. „Þess vegna getur ekki svarið alltaf verið að það þurfi að auka eftirlitið á alla þegar einhver brýtur af sér,“ sagði ráðherrann að lokum.
Alþingi Bílaleigur Procar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38
Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15