Beindi fyrirspurn að samflokkskonu sinni varðandi Procar Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2019 18:01 Þórdís Kolbrún sagðist hafa átt við að almennt væri íþyngjandi að svipta fyrirtæki starfsleyfi sínu, ekki bara í tilviki Procar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og samflokkskonu sinni, varðandi mál bílaleigunnar Procar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Áslaugar Örnu beindist að ummælum Þórdísar í viðtali við RÚV á dögunum þar sem ráðherrann sagði það íþyngjandi aðgerð að svipta bílaleiguna starfsleyfi og bað hún ráðherra að skýra mál sitt. Í svari Þórdísar sagðist hún fagna fyrirspurninni og taldi hana vera gott tækifæri til þess að skýra mál sitt. Sagði hún fyrirsögn fréttarinnar vera úr samhengi enda hafi hún átt við að það væri almennt íþyngjandi aðgerð að svipta fyrirtæki starfsleyfinu en Þórdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. „Það voru sem sagt ekki mín skilaboð að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir þetta fyrirtæki vegna þeirra brota sem það hafði framið að það væri svipt starfsleyfi.“ Þá sagði Þórdís eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum landsins vera það dýrasta innan allra landa OECD og það þyrfti að passa að aukið eftirlit væri ekki svarið við öllu. Það myndi einungis bitna á fyrirtækjum, neytendum og skattgreiðendum að hafa eftirlit sem væri óskilvirkt, kostnaðarsamt eða óþarflega umfangsmikið. Frekar ætti að sjá til þess að refsiábyrgð lögaðila væri nægilega skýr enda myndi aukið eftirlit í þessu tilviki þýða eftirlit með 120 bílaleigum um allt land. „Þess vegna getur ekki svarið alltaf verið að það þurfi að auka eftirlitið á alla þegar einhver brýtur af sér,“ sagði ráðherrann að lokum. Alþingi Bílaleigur Procar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og samflokkskonu sinni, varðandi mál bílaleigunnar Procar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Áslaugar Örnu beindist að ummælum Þórdísar í viðtali við RÚV á dögunum þar sem ráðherrann sagði það íþyngjandi aðgerð að svipta bílaleiguna starfsleyfi og bað hún ráðherra að skýra mál sitt. Í svari Þórdísar sagðist hún fagna fyrirspurninni og taldi hana vera gott tækifæri til þess að skýra mál sitt. Sagði hún fyrirsögn fréttarinnar vera úr samhengi enda hafi hún átt við að það væri almennt íþyngjandi aðgerð að svipta fyrirtæki starfsleyfinu en Þórdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. „Það voru sem sagt ekki mín skilaboð að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir þetta fyrirtæki vegna þeirra brota sem það hafði framið að það væri svipt starfsleyfi.“ Þá sagði Þórdís eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum landsins vera það dýrasta innan allra landa OECD og það þyrfti að passa að aukið eftirlit væri ekki svarið við öllu. Það myndi einungis bitna á fyrirtækjum, neytendum og skattgreiðendum að hafa eftirlit sem væri óskilvirkt, kostnaðarsamt eða óþarflega umfangsmikið. Frekar ætti að sjá til þess að refsiábyrgð lögaðila væri nægilega skýr enda myndi aukið eftirlit í þessu tilviki þýða eftirlit með 120 bílaleigum um allt land. „Þess vegna getur ekki svarið alltaf verið að það þurfi að auka eftirlitið á alla þegar einhver brýtur af sér,“ sagði ráðherrann að lokum.
Alþingi Bílaleigur Procar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38
Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15