GOG tryggði sig inn í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson náði ekki að komast á blað í leiknum sem GOG vann 30-29. Heimamenn í Bjerringbro leiddu með einu marki 15-14 í hálfleik.
Heimamenn voru miklu sterkari í upphafi en gestirnir komust inn í leikinn áður en fyrri hálfleikur var úti. Í seinni hálfleik voru heimamenn áfram með yfirhöndina þar til á 44. mínútu þegar GOG komst yfir.
Leikurinn var spennandi allt til loka en GOG náði að knýja fram eins marks sigur.
GOG hefur unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni og er þar með öruggt í undanúrslitin.
Handbolti