
Er reykurinn líka grænn?
Þar var ítrekað, að ál frá Íslandi hefði minnsta kolefnisspor í heimi, enda vandað til allra verka og notuð hrein, íslensk raforka. Losun gróðurhúsalofttegunda í lágmarki. Álverin hampa því mjög, að íslenska álið sé framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.e. rafmagni, og sé því mun umhverfisvænna en ál framleitt með jarðefnaeldsneyti, sem vissulega má til sanns vegar færa.
En hversu grænt er íslenska álið? Verksmiðjurnar senda frá sér útblástur, ryk, með tilheyrandi gróðurhúsalofttegundum. Um það virðist sjaldan talað og síst í jólaauglýsingum. Álver Alcoa á Reyðarfirði lætur frá sér 500.000 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega. Skyldi magnið vera mikið minna frá Grundartanga, þar sem einnig er járnblendiverksmiðja og ýmis annar mengandi iðnaður? Þá er ótalin eyðilegging, sem vatnsaflsvirkjanirnar skilja eftir sig í náttúrunni. Eða skyldi umturnun Lagarfljótsins, sem nú hefur breytt um lit og lögun af völdum Kárahnjúkavirkjunar, líka teljast græn á máli stóriðjumanna.
Nú hafa kísilmálmverksmiðjur bæst í hópinn með kísilverksmiðju PCC Silicon á Bakka, sem tók til starfa á liðnu ári. Sú verksmiðja mun væntanlega brenna 66 þús. tonnum af kolum árlega vegna framleiðslu sinnar, sem munu innflutt frá Suður-Ameríku með tilheyrandi kolefnisspori. Svo vart er þar um að ræða framleiðslu frá vistvænum orkugjöfum einvörðungu, enda mun verksmiðja þessi koma til með að senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en sjálft álver Alcoa.
Öllum landsmönnum er í fersku minni hörmungarsaga kísilvers United Silicon í Helguvík, sem óþarft er að rekja hér, sem var lokað vegna óbærilegrar mengunar, áður en það komst almennilega í gang. Arion banki, sem fjármagnaði verksmiðjuna, hyggst nú freista þess að koma henni aftur í rekstur og verja nokkrum milljörðum í viðbót í „úrbætur“, eins og það er orðað. Eftir er að vita, hvort íbúar Reykjanesbæjar láta slíkt yfir sig ganga. Sporin hræða. En er ekki bara gott að reisa fleiri stóriðjuver á Íslandi vegna umheimsins, því þannig stuðlum við að því að færri slíkar verksmiðjur verði reistar í öðrum löndum, sem nýti kol eða olíu til framleiðslu sinnar með tilheyrandi mun meiri mengun á heimsvísu. Svo heyrist stundum sagt. Sú staðhæfing á þó við fá rök að styðjast, enda ekki verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi. Aðrar þjóðir fara sínu fram, hvað sem okkur líður hér úti í Atlantshafi. Sannleikurinn er sá, að það er ákaflega lítið grænt í stóriðjustefnunni, þar ráða önnur öfl för, semsé peningar og gróðafíkn eigendanna, sem engin mörk þekkja.
Reykurinn frá strompum stóriðjuveranna er ekki grænn, heldur svartur og óhollur. Breytir þar litlu, þótt skorsteinar séu hækkaðir og mengun dreift yfir stærra svæði. Það sem upp fer, kemur aftur niður. Andrúmsloftið tekur ekki óendanlega við, án þess það hafi afleiðingar, það er nú orðið öllum ljóst og afleiðingarnar þegar farnar að segja til sín. Vísindamenn um allan heim stíga nú fram og vara við hættunni, verði ekkert róttækt gert í loftslagsmálum nú þegar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030. Þar er nær ekkert minnst á stóriðjuna, hún er undanskilin, enda höfum við komið stóriðjunni út úr okkar mengunarbókhaldi og sett hana undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna minnist umhverfisráðherrann varla á stóriðjuna, þótt viðurkennt sé, að hún leggi til hátt í helming af allri losun koltvísýrings á Íslandi og noti um 80% af allri innlendri raforkuframleiðslu.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2017, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum með því að halda áfram á sömu braut, er sjálfsagt mörgum torskilið. Hljótum við ekki að bera ábyrgð á allri okkar losun, hvernig sem hún er tilkomin. Annað er blekkingarleikur. Nú reynir á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála. Hvað hyggst hún fyrir? Ætlar hún að gefa grænt ljós á áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu, þar með talið United Silicon í Helguvík? Hvort á að vega þyngra á metaskálunum, heilsa fólks eða fjárhagslegir hagsmunir banka og peningamanna? Grunar mig, að margir stuðningsmenn VG vilji fá skýr svör við þessum spurningum og sem fyrst.
Við Íslendingar erum fámenn þjóð, en getum engu að síður látið rödd okkar heyrast í samfélagi þjóðanna. Umhverfismálin eru að verða mál málanna um heimsbyggð alla. Á því sviði getum við verið öðrum og stærri þjóðum fyrirmynd og fordæmi, sem eftir yrði tekið og haft þannig áhrif til góðs á heimsvísu. Það gerum við ekki með því að reisa fleiri stóriðjuver.
Skoðun

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Jarðhiti jafnar leikinn
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skipbrot Reykjavíkurborgar
Davíð J. Arngrímsson skrifar

Stóra klúður Íslands í raforkumálum
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina?
Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar

Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar
Karl Arnar Arnarson skrifar

Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist
Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar

Græðgin, vísindin og spilakassarnir
Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Kjöt og krabbamein
Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar

Rektorskjör HÍ
Soffía Auður Birgisdóttir skrifar

Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Evrópusambandið og upplýsingalæsi
Ægir Örn Arnarson skrifar

Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun
Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar

Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Af hverju veljum við Silju Báru?
Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar

Við erum ekki Rússland
Sigmar Guðmundsson skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands
Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar

Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar