Réttindalausum kennurum fjölgar í grunnskólum Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2019 09:27 Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. vísir/vilhelm Um áttundi hver kennari sem starfaði í grunnskólum landsins síðastliðið haust var án kennsluréttinda. Hefur þeim fjölgað frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að á árunum 1998 til 2008 hafi hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins verið á bilinu 13 til 20 prósent. „Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 12,4% af 5.311 starfsmönnum við kennslu haustið 2018. Þá voru 657 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 214 frá hausti 2017. Lægst var hlutfall starfsfólks við kennslu án kennsluréttinda á Norðurlandi eystra, þar sem 9,1% starfsmanna við kennslu voru án réttinda, og í Reykjavík, 9,3%. Hæst var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á Vestfjörðum, 27,7%,“ segir í tilkynningunni.Karlkyns skólastjórum fækkað verulega Þar segir ennfremur að frá hausti 1998 hafi starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega 5.300 haustið 2018. „Karlar við kennslu voru tæplega 1.100 haustið 1998 og hafði fækkað í rúmlega 900 haustið 2018. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega 3.000 í tæplega 4.400. Frá 1998 hefur karlkyns skólastjórum fækkað verulega. Árið 1998 voru þeir 125 en voru 48 talsins haustið 2018. Á sama tíma hefur kvenskólastjórum fjölgað úr 68 í 123.“Grímseyjarskóli með þrjá nemendur Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. Alls voru 169 grunnskólar starfandi á landinu skólaárið 2018-2019. „Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2018-2019 eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Varmárskóli og Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Hraunvallaskóli þar sem eru tæplega 800 nemendur. Fámennasti grunnskólinn er Grímseyjarskóli þar sem 3 nemendur stunduðu nám haustið 2018.“Pólska algengasta erlenda móðurmál nemenda Loks segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna þeim upplýsingum. „Haustið 2018 höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 10,6% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 400 nemendur frá árinu áður. Hafa ber í huga að einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum, tæplega 350 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemenda tala ensku, lithásku eða taílensku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og eru rúmlega 2.500 haustið 2018.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Um áttundi hver kennari sem starfaði í grunnskólum landsins síðastliðið haust var án kennsluréttinda. Hefur þeim fjölgað frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að á árunum 1998 til 2008 hafi hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins verið á bilinu 13 til 20 prósent. „Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 12,4% af 5.311 starfsmönnum við kennslu haustið 2018. Þá voru 657 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 214 frá hausti 2017. Lægst var hlutfall starfsfólks við kennslu án kennsluréttinda á Norðurlandi eystra, þar sem 9,1% starfsmanna við kennslu voru án réttinda, og í Reykjavík, 9,3%. Hæst var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á Vestfjörðum, 27,7%,“ segir í tilkynningunni.Karlkyns skólastjórum fækkað verulega Þar segir ennfremur að frá hausti 1998 hafi starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega 5.300 haustið 2018. „Karlar við kennslu voru tæplega 1.100 haustið 1998 og hafði fækkað í rúmlega 900 haustið 2018. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega 3.000 í tæplega 4.400. Frá 1998 hefur karlkyns skólastjórum fækkað verulega. Árið 1998 voru þeir 125 en voru 48 talsins haustið 2018. Á sama tíma hefur kvenskólastjórum fjölgað úr 68 í 123.“Grímseyjarskóli með þrjá nemendur Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. Alls voru 169 grunnskólar starfandi á landinu skólaárið 2018-2019. „Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2018-2019 eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Varmárskóli og Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Hraunvallaskóli þar sem eru tæplega 800 nemendur. Fámennasti grunnskólinn er Grímseyjarskóli þar sem 3 nemendur stunduðu nám haustið 2018.“Pólska algengasta erlenda móðurmál nemenda Loks segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna þeim upplýsingum. „Haustið 2018 höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 10,6% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 400 nemendur frá árinu áður. Hafa ber í huga að einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum, tæplega 350 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemenda tala ensku, lithásku eða taílensku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og eru rúmlega 2.500 haustið 2018.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira