Sjáið dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 11:30 Dirk Nowitzki veifar til þeirra Charles Barkley, Scottie Pippen, Larry Bird, Shawn Kemp og Detlef Schrempf sem voru mættir til að heiðra hann í nótt. Getty/Ronald Martinez NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira