Innlent

Þrír í gæslu­varð­hald vegna fram­leiðslu fíkni­efna

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir voru handteknir í Árnessýslu þann 4. apríl síðastliðinn.
Mennirnir voru handteknir í Árnessýslu þann 4. apríl síðastliðinn. vísir/vilhelm
Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um framleiðslu fíkniefna á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að 4. apríl síðastliðinn hafi lögreglumenn á Suðurlandi handtekið þrjá erlenda einstaklinga á tveimur stöðum í Árnessýslu vegna gruns um framleiðslu fíkniefna.

„Þeir voru, í Héraðsdómi Suðurlands, úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 5. apríl til kl. 16:00 þann 12. sama mánaðar í þágu rannsóknar málsins.

Tveir hinna handteknu kærðu úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem nú hefur staðfest úrskurð beggja þessara aðila.

Málið er á frumstigi rannsóknar og mun lögregla ekki gefa frekari upplýsingar um gang þess að sinni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×