Höfðu nánast daglegt eftirlit með stöðu WOW í marga mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 11:36 Áhyggjur af stöðu WOW air vöknuðu strax á haustmánuðum í fyrra. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hafði nánast daglegt eftirlit með rekstri flugfélagsins WOW air frá haustmánuðum og þar til félagið fór í þrot í lok mars. Þetta kemur fram í samantekt stjórnarráðsins á viðbrögðum stjórnvalda við falli WOW air sem birt var á vef ráðuneyta í dag. Eftirlit Samgöngustofu laut fyrst og fremst að því hvort öryggiskröfum og fjárhagskröfum væri fullnægt. Þá hafa fundir fulltrúa Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á tímabilinu einnig verið reglulegir, a.m.k. vikulegir. Í aðdraganda falls WOW var Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, innt eftir því hvernig eftirliti stofnunarinnar með félaginu væri háttað. Hún sagðist þá ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga en sagði eftirlit með fjárhag og flugöryggi slíkra félaga geta verið mjög ítarlegt hverju sinni. Þá hafði Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group gagnrýnt eftirlitsaðila í ljósi stöðu WOW air og sagði Samgöngustofu m.a. hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart félaginu. Á meðal annarra viðbragða stjórnvalda við falli WOW air er aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana vegna atvinnuleysis, úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna, fundir ráðherra með fulltrúum sveitarfélaga, mennta- og heilbrigðisstofnana og viðbúnaðarhópur sem komið var á fót vegna heimflutnings farþega WOW air. Þá verður einnig komið til móts við þarfir samfélagsins á Suðurnesjum og viðbragðsaðilar hinna ýmsu stofnana virkjaðar. Heildarsamantekt stjórnvalda og aðgerðir hvers ráðherra fyrir sig má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15 Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Samgöngustofa hafði nánast daglegt eftirlit með rekstri flugfélagsins WOW air frá haustmánuðum og þar til félagið fór í þrot í lok mars. Þetta kemur fram í samantekt stjórnarráðsins á viðbrögðum stjórnvalda við falli WOW air sem birt var á vef ráðuneyta í dag. Eftirlit Samgöngustofu laut fyrst og fremst að því hvort öryggiskröfum og fjárhagskröfum væri fullnægt. Þá hafa fundir fulltrúa Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á tímabilinu einnig verið reglulegir, a.m.k. vikulegir. Í aðdraganda falls WOW var Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, innt eftir því hvernig eftirliti stofnunarinnar með félaginu væri háttað. Hún sagðist þá ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga en sagði eftirlit með fjárhag og flugöryggi slíkra félaga geta verið mjög ítarlegt hverju sinni. Þá hafði Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group gagnrýnt eftirlitsaðila í ljósi stöðu WOW air og sagði Samgöngustofu m.a. hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart félaginu. Á meðal annarra viðbragða stjórnvalda við falli WOW air er aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana vegna atvinnuleysis, úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna, fundir ráðherra með fulltrúum sveitarfélaga, mennta- og heilbrigðisstofnana og viðbúnaðarhópur sem komið var á fót vegna heimflutnings farþega WOW air. Þá verður einnig komið til móts við þarfir samfélagsins á Suðurnesjum og viðbragðsaðilar hinna ýmsu stofnana virkjaðar. Heildarsamantekt stjórnvalda og aðgerðir hvers ráðherra fyrir sig má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15 Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15
Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15
Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15