Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga getur orðið viðvarandi Sighvatur Jónsson skrifar 26. mars 2019 12:30 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýnir Samgöngustofu vegna eftirlits með WOW air. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að eftirlit með flugfélögum geti tekið breytingum eftir aðstæðum. Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti orðið viðvarandi ef þörf krefur. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Samgöngustofa hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart WOW air. Vísaði Björgólfur þar til upplýsinga sem hafa birst í fjölmiðlum um 22 milljarða króna taprekstur WOW air á síðasta ári. Björgólfur nefndi sem dæmi að bresk flugmálayfirvöld hafi svipt breska flugfélagið Monarch Airlines flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum eftir að skoðun leiddi í ljós að félagið hafði ekki fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga. Höfuðmarkmið fjárhagslegs eftirlits stofnunarinnar með flugfélögum sé flugöryggi. „Það hefur aldrei borið nokkurn skugga á flugöryggi og það er það sem við horfum á,“ segir Þórhildur Elín vegna frétta af óvissu um stöðu WOW air. „Fjárhagslega eftirlitið getur tekið breytingum á breytingatímum og orðið umfangsmeira heldur en þegar rekstur er með venjubundnari hætti.“ Aðspurð hvort eftirlit með fjárhag flugfélags geti orðið daglegt í ákveðnum tilfellum segir hún að það geti tekið breytingum eftir aðstæðum. „Samkvæmt reglugerðinni er árlegt eftirlit að minnsta kosti en það getur orðið mun tíðara. Það getur orðið viðvarandi ef aðstæður eru með þeim hætti.“ Þórhildur Elín segir að eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti verið mjög ítarlegt. „Það fer eftir þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni, hvort það eru breytingar á rekstri, endurskipulagningar á rekstri eða annað slíkt.“ Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Sjá meira
Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að eftirlit með flugfélögum geti tekið breytingum eftir aðstæðum. Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti orðið viðvarandi ef þörf krefur. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Samgöngustofa hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart WOW air. Vísaði Björgólfur þar til upplýsinga sem hafa birst í fjölmiðlum um 22 milljarða króna taprekstur WOW air á síðasta ári. Björgólfur nefndi sem dæmi að bresk flugmálayfirvöld hafi svipt breska flugfélagið Monarch Airlines flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum eftir að skoðun leiddi í ljós að félagið hafði ekki fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga. Höfuðmarkmið fjárhagslegs eftirlits stofnunarinnar með flugfélögum sé flugöryggi. „Það hefur aldrei borið nokkurn skugga á flugöryggi og það er það sem við horfum á,“ segir Þórhildur Elín vegna frétta af óvissu um stöðu WOW air. „Fjárhagslega eftirlitið getur tekið breytingum á breytingatímum og orðið umfangsmeira heldur en þegar rekstur er með venjubundnari hætti.“ Aðspurð hvort eftirlit með fjárhag flugfélags geti orðið daglegt í ákveðnum tilfellum segir hún að það geti tekið breytingum eftir aðstæðum. „Samkvæmt reglugerðinni er árlegt eftirlit að minnsta kosti en það getur orðið mun tíðara. Það getur orðið viðvarandi ef aðstæður eru með þeim hætti.“ Þórhildur Elín segir að eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti verið mjög ítarlegt. „Það fer eftir þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni, hvort það eru breytingar á rekstri, endurskipulagningar á rekstri eða annað slíkt.“
Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Sjá meira