Detroit Pistons varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppinni og gerði það í lokaumferðinni á kostnað Charlotte Hornets og Miami Heat. Það var ljóst áður hvaða átta lið yrðu með í Vesturdeildinni en röðin réðist þó ekki endanlega fyrr en í nótt.
Oklahoma City Thunder náði sem dæmi sjötta sætinu í nótt og Houston Rockets datt niður í fjórða sætið á lokasprettinum.
Úrslitakeppnin hefst síðan á laugardaginn en öll liðin sextán spila annaðhvort fyrsta leikinn sinn á laugardag eða sunnudaginn.
Fyrsti leikur úrslitakeppninnar í ár er viðureign Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets sem hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma á laugardaginn kemur.
The 2019 #NBAPlayoffs are set!
Games begin on Saturday, April 13th. pic.twitter.com/4ERS0ZeywQ
— NBA (@NBA) April 11, 2019
Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í úrslitakeppninni 2019:
Austudeildin - fyrsta umferð:
(1) Milwaukee Bucks - (8) Detroit Pistons
(2) Toronto Raptors - (7) Orlando Magic
(3) Philadelphia 76ers - (6) Brooklyn Nets
(4) Boston Celtics - (5) Indiana Pacers
Vesturdeildin - fyrsta umferð:
(1) Golden State Warriors - (8) Los Angeles Clippers
(2) Denver Nuggets - (7) San Antonio Spurs
(3) Portland Trail Blazers - (6) Oklahoma City Thunder
(4) Houston Rockets - (5) Utah Jazz
Hér fyrir neðan má sjá alla leikjadagskrána fyrir þessi átta fyrstu einvígi úrslitakeppninnar.
2019 #NBAPlayoffs First Round Schedule
The NBA Playoffs begin Saturday, April 13th! pic.twitter.com/dpwZSQJeIq
— NBA (@NBA) April 11, 2019