Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:40 Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið. Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið.
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18