Innlent

Miðflokkur og ríkisstjórn bæta við sig fylgi milli kannanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu fylgismælingu MMR og mælist nú 21,7%. Píratar mældust með 15,0% fylgi, sem er tæplega einu og hálfu prósentustigi meira en flokkurinn mældist með í síðustu könnun. Þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um tæplega tvö og hálft prósentustig en fylgi Miðflokksins hækkaði um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst hins vegar um um tæp fimm prósentustig og mældist nú 46,5% en var 41,8% í síðustu mælingu.

Könnunin náði til einstaklinga 18 ára og eldri, sem voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 926 einstaklingar.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,9% og mældist 13,8% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,4% og mældist 11,4% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,2% og mældist 8,0% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,0% og mældist 9,4% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,7% og mældist 11,1% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,4% og mældist 4,7% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,5% og mældist 2,5% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,2% samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×