Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 17:40 Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum. Vísir/Arnar Kærunefnd útlendingamála hafnaði í vikunni kröfum Shahnaz Safari og fjölskyldu. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. Lögmaður fjölskyldunnar segir niðurstöðuna byggða á hæpnum forsendum. Ákvörðun stjórnvalda, um að veita henni og fjölskyldu hennar ekki dvalarleyfi og í kjölfarið vísa þeim frá landi, var harðlega gagnrýnd af samnemendum Zainab í Hagaskóla. Nemendurnir stóðu fyrir undirskriftalista sem þeir afhentu dómsmálaráðherra, 600 nemendur skólans skrifuðu undir listann. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, skilaði í kjölfarið kröfum til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Byggði krafan á því að fjölskyldan hefði myndað sterkt tengsl við Ísland og var vísað til undirskriftalistans í því samhengi.Segir niðurstöðu kærunefndar byggða á hæpnum forsendum Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir það með ólíkindum að kærunefnd telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland, en þangað verður fjölskyldunni vísað. „Að mínum dómi er niðurstaða kærunefndar byggð á ansi hæpnum forsendum. Börnin tvö hafa rétt eins og önnur börn hælisleitenda á Íslandi gengið hér í skóla og eignast þar sterkt og öflugt tengslanet. Það er sorglegt að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi,“ segir Magnús. Safari-fjölskyldan kom til Íslands frá Grikklandi í september á síðasta ári, auk Zainab og móður hennar Shahnaz flutti yngri bróðir hennar Amir til landsins. Amir er tveimur árum yngri en Zainab, gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.Shahnaz sagði í viðtali við Stöð 2 að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er hins vegar enn í Grikklandi.Mun fara með málið fyrir dómstóla Útlendingastofnun ákvað að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar, kærunefnd útlendingamála staðfesti seinna þá ákvörðun stofnunarinnar. Næsta skref fjölskyldunnar er að sögn lögmanns að fara með málið fyrir dómstóla en þar sem krafan um frestun réttaráhrifa var ekki samþykkt er líklegt að brottvísun verði framkvæmd áður en niðurstaða fáist í málinu. Einnig segir Magnús að krafist verði endurupptöku á grundvelli nýrra gagna sem hefur verið aflað. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í vikunni kröfum Shahnaz Safari og fjölskyldu. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. Lögmaður fjölskyldunnar segir niðurstöðuna byggða á hæpnum forsendum. Ákvörðun stjórnvalda, um að veita henni og fjölskyldu hennar ekki dvalarleyfi og í kjölfarið vísa þeim frá landi, var harðlega gagnrýnd af samnemendum Zainab í Hagaskóla. Nemendurnir stóðu fyrir undirskriftalista sem þeir afhentu dómsmálaráðherra, 600 nemendur skólans skrifuðu undir listann. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, skilaði í kjölfarið kröfum til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Byggði krafan á því að fjölskyldan hefði myndað sterkt tengsl við Ísland og var vísað til undirskriftalistans í því samhengi.Segir niðurstöðu kærunefndar byggða á hæpnum forsendum Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir það með ólíkindum að kærunefnd telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland, en þangað verður fjölskyldunni vísað. „Að mínum dómi er niðurstaða kærunefndar byggð á ansi hæpnum forsendum. Börnin tvö hafa rétt eins og önnur börn hælisleitenda á Íslandi gengið hér í skóla og eignast þar sterkt og öflugt tengslanet. Það er sorglegt að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi,“ segir Magnús. Safari-fjölskyldan kom til Íslands frá Grikklandi í september á síðasta ári, auk Zainab og móður hennar Shahnaz flutti yngri bróðir hennar Amir til landsins. Amir er tveimur árum yngri en Zainab, gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.Shahnaz sagði í viðtali við Stöð 2 að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er hins vegar enn í Grikklandi.Mun fara með málið fyrir dómstóla Útlendingastofnun ákvað að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar, kærunefnd útlendingamála staðfesti seinna þá ákvörðun stofnunarinnar. Næsta skref fjölskyldunnar er að sögn lögmanns að fara með málið fyrir dómstóla en þar sem krafan um frestun réttaráhrifa var ekki samþykkt er líklegt að brottvísun verði framkvæmd áður en niðurstaða fáist í málinu. Einnig segir Magnús að krafist verði endurupptöku á grundvelli nýrra gagna sem hefur verið aflað.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48
Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30