Lífið

Björk gerði allt vitlaust sem plötusnúður á balli MH

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björk komið reglulega fram sem plötusnúður í gegnum árin.
Björk komið reglulega fram sem plötusnúður í gegnum árin.
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og steig á sviðið á menntaskólaballi MH í vikunni og var plötusnúður.

Ballið var haldið í Austurbæ og þar komu einnig fram Flóni, Sykur, Sturla Atlas og DJ AIBABOA.

Björk var á sínum tíma nemandi við MH en nú stundar dóttir hennar nám við skólann. Björk vinnur um þessar mundir að tónleikaröð í menningarmiðstöðinni The Shed í New York sem fer á fjalirnar nú í maí.

Lokalag kvöldsins var lagið Clubbed Up með ClubDub og varð allt vitlaust þegar Björk setti það á fóninn.

Hér að neðan má sjá stemninguna á ballinu sjálfu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.