Innlent

Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði.
Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. Vísir/Vilhelm
Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um tvöleytið í dag hefðu allir landgangar verið teknir úr notkun vegna hvassviðris en vindhraði fór þá yfir 50 hnúta sem er viðmiðið.

Miklar tafir urðu vegna veðurs en hvassviðrið hefur haft áhrif á farþega átján véla Icelandair sem lentu eftir klukkan þrjú í dag.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði að starfsmenn væru að gera sitt allra besta til að koma farþegum frá borði.

„Við erum að nota eitt stæði sem er í skjóli til að koma farþegum frá borði. Allar flugvélar eru komnar inn frá okkur frá Evrópu þannig að þetta veldur þá smá seinkunum,“ segir Ásdís.

Verið sé að reyna að koma farþegum frá borði en það muni taka sinn tíma.

Þá mun hvassviðrið jafnframt verða til þess að seinkun verður á brottförum til Norður-Ameríku síðdegis.

Halldór Halldórsson, sem er betur þekktur sem Dóri DNA, er einn af þeim sem situr fastur í flugvél á Keflavíkurflugvelli og vill öðlast æðruleysi:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×