1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Sighvatur Jónsson skrifar 13. apríl 2019 18:45 Framkvæmdir við 1600 tonna laug fyrir mjaldrana eru langt komnar. Vísir/Sighvatur Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sýnir hvernig sjá má innan í eitt af sýningarbúrum nýja sædýrasafnsins í Eyjum.Vísir/Sighvatur Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. Aðstaðan getur nýst til að taka á móti fleiri mjöldrum í framtíðinni. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Safnið hefur gengið í algera endurnýjun lífdaga með flutningi í nýtt sædýrasafn. Nýja safnið er mun stærra en það gamla. Það er gestastofa í svokölluðum griðastað mjaldra sem verða fluttir til Eyja. „Gestastofan er í rauninni ekkert annað en gamla fiskasafnið okkar með þessari viðbót sem eru mjaldrarnir,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja.Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum var þekkt fyrir fjölbreytt safn uppstoppaðra fugla. Á nýja sædýrasafninu eru lifandi lundar.Vísir/SighvaturNýja sædýrasafnið í Eyjum hefur verið opnað þrátt fyrir að mjaldrarnir séu ekki komnir þangað. Á nýja safninu má sjá fiska, krabba og ýmsar aðrar lífverur hafsins. Einnig eru lifandi lundar til sýnis. Margir ferðamenn koma sérstaklega til Vestmannaeyja til að freista þess að sjá lunda.Nýja sædýrasafnið er í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar við höfnina í Vestmannaeyjum.Vísir/SighvaturHver hvalur um tonn Mjaldrar eru hvalir sem fullvaxta vega um og yfir eitt tonn og eru 4-5 metra langir. Fyrst verða þeir í fjögurra vikna sóttkví í risastórri 1600 tonna laug á safninu. Tilgangurinn með flutningi mjaldranna til Eyja er að koma þeim fyrir í hvalaathvarfi í Klettsvík. Páll Marvin segir að boðið verði upp á siglingar að mjöldrunum. „Þú getur keypt annaðhvort miða í safnið eða þá miða með siglingu út í Klettsvíkina þar sem þú sérð dýrin.“Laugin fyrir mjaldrana er á við þrjár sundlaugar Vestmannaeyja.Vísir/SighvaturGóðgerðarsamtökin Sea Life Trust sjá um framkvæmdina. Eigandi mjaldranna, Merlin Entertainments, fjármagnar flutning þeirra og allar framkvæmdir við nýja safnið í Eyjum. Stefna fyrirtækisins er að koma hvölum úr skemmtigörðum í aðstæður sem líkjast meira þeirra náttúrulegu heimkynnum.Kynning fyrir Eyjar og Ísland Hvalabjörgunarverkefni Merlin Entertainments eru vel kynnt fyrir þeim 60 millónum gesta sem heimsækja garða fyrirtækisins árlega. „Þetta er gríðarleg markaðssetning sem við erum að fá fyrir Vestmannaeyjar og fyrir Ísland í heild með þessu verkefni,“ segir Páll Marvin hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.Systurnar sem koma til Eyja eru taldar vera fæddar 2006.Vísir/SighvaturÍ fyrstu er stefnt að flutningi tveggja mjaldra. Það eru systur sem kallaðar eru Litla grá og Litla hvít. Eyjamenn sjá tækifæri í því að nýta aðstöðuna til að taka á móti fleiri mjöldrum af þeim 300 sem eru í skemmtigörðum heimsins. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sýnir hvernig sjá má innan í eitt af sýningarbúrum nýja sædýrasafnsins í Eyjum.Vísir/Sighvatur Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. Aðstaðan getur nýst til að taka á móti fleiri mjöldrum í framtíðinni. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Safnið hefur gengið í algera endurnýjun lífdaga með flutningi í nýtt sædýrasafn. Nýja safnið er mun stærra en það gamla. Það er gestastofa í svokölluðum griðastað mjaldra sem verða fluttir til Eyja. „Gestastofan er í rauninni ekkert annað en gamla fiskasafnið okkar með þessari viðbót sem eru mjaldrarnir,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja.Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum var þekkt fyrir fjölbreytt safn uppstoppaðra fugla. Á nýja sædýrasafninu eru lifandi lundar.Vísir/SighvaturNýja sædýrasafnið í Eyjum hefur verið opnað þrátt fyrir að mjaldrarnir séu ekki komnir þangað. Á nýja safninu má sjá fiska, krabba og ýmsar aðrar lífverur hafsins. Einnig eru lifandi lundar til sýnis. Margir ferðamenn koma sérstaklega til Vestmannaeyja til að freista þess að sjá lunda.Nýja sædýrasafnið er í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar við höfnina í Vestmannaeyjum.Vísir/SighvaturHver hvalur um tonn Mjaldrar eru hvalir sem fullvaxta vega um og yfir eitt tonn og eru 4-5 metra langir. Fyrst verða þeir í fjögurra vikna sóttkví í risastórri 1600 tonna laug á safninu. Tilgangurinn með flutningi mjaldranna til Eyja er að koma þeim fyrir í hvalaathvarfi í Klettsvík. Páll Marvin segir að boðið verði upp á siglingar að mjöldrunum. „Þú getur keypt annaðhvort miða í safnið eða þá miða með siglingu út í Klettsvíkina þar sem þú sérð dýrin.“Laugin fyrir mjaldrana er á við þrjár sundlaugar Vestmannaeyja.Vísir/SighvaturGóðgerðarsamtökin Sea Life Trust sjá um framkvæmdina. Eigandi mjaldranna, Merlin Entertainments, fjármagnar flutning þeirra og allar framkvæmdir við nýja safnið í Eyjum. Stefna fyrirtækisins er að koma hvölum úr skemmtigörðum í aðstæður sem líkjast meira þeirra náttúrulegu heimkynnum.Kynning fyrir Eyjar og Ísland Hvalabjörgunarverkefni Merlin Entertainments eru vel kynnt fyrir þeim 60 millónum gesta sem heimsækja garða fyrirtækisins árlega. „Þetta er gríðarleg markaðssetning sem við erum að fá fyrir Vestmannaeyjar og fyrir Ísland í heild með þessu verkefni,“ segir Páll Marvin hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.Systurnar sem koma til Eyja eru taldar vera fæddar 2006.Vísir/SighvaturÍ fyrstu er stefnt að flutningi tveggja mjaldra. Það eru systur sem kallaðar eru Litla grá og Litla hvít. Eyjamenn sjá tækifæri í því að nýta aðstöðuna til að taka á móti fleiri mjöldrum af þeim 300 sem eru í skemmtigörðum heimsins.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira