1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Sighvatur Jónsson skrifar 13. apríl 2019 18:45 Framkvæmdir við 1600 tonna laug fyrir mjaldrana eru langt komnar. Vísir/Sighvatur Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sýnir hvernig sjá má innan í eitt af sýningarbúrum nýja sædýrasafnsins í Eyjum.Vísir/Sighvatur Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. Aðstaðan getur nýst til að taka á móti fleiri mjöldrum í framtíðinni. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Safnið hefur gengið í algera endurnýjun lífdaga með flutningi í nýtt sædýrasafn. Nýja safnið er mun stærra en það gamla. Það er gestastofa í svokölluðum griðastað mjaldra sem verða fluttir til Eyja. „Gestastofan er í rauninni ekkert annað en gamla fiskasafnið okkar með þessari viðbót sem eru mjaldrarnir,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja.Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum var þekkt fyrir fjölbreytt safn uppstoppaðra fugla. Á nýja sædýrasafninu eru lifandi lundar.Vísir/SighvaturNýja sædýrasafnið í Eyjum hefur verið opnað þrátt fyrir að mjaldrarnir séu ekki komnir þangað. Á nýja safninu má sjá fiska, krabba og ýmsar aðrar lífverur hafsins. Einnig eru lifandi lundar til sýnis. Margir ferðamenn koma sérstaklega til Vestmannaeyja til að freista þess að sjá lunda.Nýja sædýrasafnið er í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar við höfnina í Vestmannaeyjum.Vísir/SighvaturHver hvalur um tonn Mjaldrar eru hvalir sem fullvaxta vega um og yfir eitt tonn og eru 4-5 metra langir. Fyrst verða þeir í fjögurra vikna sóttkví í risastórri 1600 tonna laug á safninu. Tilgangurinn með flutningi mjaldranna til Eyja er að koma þeim fyrir í hvalaathvarfi í Klettsvík. Páll Marvin segir að boðið verði upp á siglingar að mjöldrunum. „Þú getur keypt annaðhvort miða í safnið eða þá miða með siglingu út í Klettsvíkina þar sem þú sérð dýrin.“Laugin fyrir mjaldrana er á við þrjár sundlaugar Vestmannaeyja.Vísir/SighvaturGóðgerðarsamtökin Sea Life Trust sjá um framkvæmdina. Eigandi mjaldranna, Merlin Entertainments, fjármagnar flutning þeirra og allar framkvæmdir við nýja safnið í Eyjum. Stefna fyrirtækisins er að koma hvölum úr skemmtigörðum í aðstæður sem líkjast meira þeirra náttúrulegu heimkynnum.Kynning fyrir Eyjar og Ísland Hvalabjörgunarverkefni Merlin Entertainments eru vel kynnt fyrir þeim 60 millónum gesta sem heimsækja garða fyrirtækisins árlega. „Þetta er gríðarleg markaðssetning sem við erum að fá fyrir Vestmannaeyjar og fyrir Ísland í heild með þessu verkefni,“ segir Páll Marvin hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.Systurnar sem koma til Eyja eru taldar vera fæddar 2006.Vísir/SighvaturÍ fyrstu er stefnt að flutningi tveggja mjaldra. Það eru systur sem kallaðar eru Litla grá og Litla hvít. Eyjamenn sjá tækifæri í því að nýta aðstöðuna til að taka á móti fleiri mjöldrum af þeim 300 sem eru í skemmtigörðum heimsins. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sýnir hvernig sjá má innan í eitt af sýningarbúrum nýja sædýrasafnsins í Eyjum.Vísir/Sighvatur Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. Aðstaðan getur nýst til að taka á móti fleiri mjöldrum í framtíðinni. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Safnið hefur gengið í algera endurnýjun lífdaga með flutningi í nýtt sædýrasafn. Nýja safnið er mun stærra en það gamla. Það er gestastofa í svokölluðum griðastað mjaldra sem verða fluttir til Eyja. „Gestastofan er í rauninni ekkert annað en gamla fiskasafnið okkar með þessari viðbót sem eru mjaldrarnir,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja.Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum var þekkt fyrir fjölbreytt safn uppstoppaðra fugla. Á nýja sædýrasafninu eru lifandi lundar.Vísir/SighvaturNýja sædýrasafnið í Eyjum hefur verið opnað þrátt fyrir að mjaldrarnir séu ekki komnir þangað. Á nýja safninu má sjá fiska, krabba og ýmsar aðrar lífverur hafsins. Einnig eru lifandi lundar til sýnis. Margir ferðamenn koma sérstaklega til Vestmannaeyja til að freista þess að sjá lunda.Nýja sædýrasafnið er í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar við höfnina í Vestmannaeyjum.Vísir/SighvaturHver hvalur um tonn Mjaldrar eru hvalir sem fullvaxta vega um og yfir eitt tonn og eru 4-5 metra langir. Fyrst verða þeir í fjögurra vikna sóttkví í risastórri 1600 tonna laug á safninu. Tilgangurinn með flutningi mjaldranna til Eyja er að koma þeim fyrir í hvalaathvarfi í Klettsvík. Páll Marvin segir að boðið verði upp á siglingar að mjöldrunum. „Þú getur keypt annaðhvort miða í safnið eða þá miða með siglingu út í Klettsvíkina þar sem þú sérð dýrin.“Laugin fyrir mjaldrana er á við þrjár sundlaugar Vestmannaeyja.Vísir/SighvaturGóðgerðarsamtökin Sea Life Trust sjá um framkvæmdina. Eigandi mjaldranna, Merlin Entertainments, fjármagnar flutning þeirra og allar framkvæmdir við nýja safnið í Eyjum. Stefna fyrirtækisins er að koma hvölum úr skemmtigörðum í aðstæður sem líkjast meira þeirra náttúrulegu heimkynnum.Kynning fyrir Eyjar og Ísland Hvalabjörgunarverkefni Merlin Entertainments eru vel kynnt fyrir þeim 60 millónum gesta sem heimsækja garða fyrirtækisins árlega. „Þetta er gríðarleg markaðssetning sem við erum að fá fyrir Vestmannaeyjar og fyrir Ísland í heild með þessu verkefni,“ segir Páll Marvin hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.Systurnar sem koma til Eyja eru taldar vera fæddar 2006.Vísir/SighvaturÍ fyrstu er stefnt að flutningi tveggja mjaldra. Það eru systur sem kallaðar eru Litla grá og Litla hvít. Eyjamenn sjá tækifæri í því að nýta aðstöðuna til að taka á móti fleiri mjöldrum af þeim 300 sem eru í skemmtigörðum heimsins.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent