Ætti að vera jafn auðvelt að fá hjálp og að fara á kaffihús Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. apríl 2019 08:00 Tilkynnt var um fjárstuðning ríkisstjórnar á málfundi Geðhjálpar á Grand Hóteli í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bergið Headspace verður opnað í maí í Reykjavík en það er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25 ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 60 milljónir til verkefnisins. Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði úrræðið sem fylgir hugmyndafræði lágþröskuldaþjónustunnar Headspace í Ástralíu og Danmörku. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar og áfalla fyrir þremur árum. Hún fékk húsnæðið að Suðurgötu 10 afhent fyrir nokkrum dögum. „Á hverjum degi þegar ég geng hér inn, þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra sem segist afar þakklát fyrir fjárstuðning ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar. „Ég finn að það sem við erum að gera er bæði rétt og nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma að fjárveitingunni, það er held ég fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin ætlar sér að bæta geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk,“ segir hún. Upplýst var um fjárveitinguna á málþingi Geðhjálpar og Bergsins á Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu, er staddur á Íslandi og lýsir reynslu sinni af snemmtækri íhlutun. „Ungt fólk hefur brýnustu þörfina fyrir geðheilbrigðisþjónustu, hins vegar hefur það í gegnum tíðina haft einna minnstan aðgang að henni,“ segir Patrick um ástæðu þess að hann stofnaði Headspace. Markmið hans var að auka þjónustu við ungt fólk og sníða hana betur að þörfum þess. „Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“ segir Patrick og segir mikilvægt að ungt fólk geti leitað eftir þjónustu án tillits til þess hvort vandamálið er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að þjónustan sé ungu fólki að kostnaðarlausu, það hafi sjálft áhrif á það hvernig hún er boðin fram og að hún sé studd sérfræðiþekkingu. „Umhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk, það á að bjóða það velkomið,“ segir Patrick og segist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins frjálsleg og kaffihús þótt það sé heilbrigðisþjónusta. Patrick hefur verið harðorður í garð stjórnvalda víða um heim og sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heilbrigðisþjónustu þegar kemur að fjárveitingum til geðheilbrigðismála. „Já, það er augljóst. Meðferð við geðsjúkdómum er vanrækt í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera miklu mikilvægari bæði í samfélagslegum og efnahagslegum skilningi en til dæmis krabbameinsmeðferð. Þetta varðar mannréttindi og þarna er verið að mismuna innan heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúklinga er sú að það ríki aðskilnaðarstefna,“ segir Patrick. Hvað finnst honum vera ákjósanleg stefna í geðheilbrigðismálum? „Heildstæð og samfelld þjónusta á öllum stigum veikinda, sem er fjármögnuð til jafns við þjónustu vegna líkamlegra veikinda, og samfélagsþjónusta sem er auðvelt að nálgast,“ segir Patrick og leggur mikla áherslu á að hlustað sé á reynslu fólks með geðsjúkdóma. Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á þjónustuna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Bergið Headspace verður opnað í maí í Reykjavík en það er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25 ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 60 milljónir til verkefnisins. Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði úrræðið sem fylgir hugmyndafræði lágþröskuldaþjónustunnar Headspace í Ástralíu og Danmörku. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar og áfalla fyrir þremur árum. Hún fékk húsnæðið að Suðurgötu 10 afhent fyrir nokkrum dögum. „Á hverjum degi þegar ég geng hér inn, þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra sem segist afar þakklát fyrir fjárstuðning ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar. „Ég finn að það sem við erum að gera er bæði rétt og nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma að fjárveitingunni, það er held ég fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin ætlar sér að bæta geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk,“ segir hún. Upplýst var um fjárveitinguna á málþingi Geðhjálpar og Bergsins á Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu, er staddur á Íslandi og lýsir reynslu sinni af snemmtækri íhlutun. „Ungt fólk hefur brýnustu þörfina fyrir geðheilbrigðisþjónustu, hins vegar hefur það í gegnum tíðina haft einna minnstan aðgang að henni,“ segir Patrick um ástæðu þess að hann stofnaði Headspace. Markmið hans var að auka þjónustu við ungt fólk og sníða hana betur að þörfum þess. „Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“ segir Patrick og segir mikilvægt að ungt fólk geti leitað eftir þjónustu án tillits til þess hvort vandamálið er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að þjónustan sé ungu fólki að kostnaðarlausu, það hafi sjálft áhrif á það hvernig hún er boðin fram og að hún sé studd sérfræðiþekkingu. „Umhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk, það á að bjóða það velkomið,“ segir Patrick og segist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins frjálsleg og kaffihús þótt það sé heilbrigðisþjónusta. Patrick hefur verið harðorður í garð stjórnvalda víða um heim og sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heilbrigðisþjónustu þegar kemur að fjárveitingum til geðheilbrigðismála. „Já, það er augljóst. Meðferð við geðsjúkdómum er vanrækt í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera miklu mikilvægari bæði í samfélagslegum og efnahagslegum skilningi en til dæmis krabbameinsmeðferð. Þetta varðar mannréttindi og þarna er verið að mismuna innan heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúklinga er sú að það ríki aðskilnaðarstefna,“ segir Patrick. Hvað finnst honum vera ákjósanleg stefna í geðheilbrigðismálum? „Heildstæð og samfelld þjónusta á öllum stigum veikinda, sem er fjármögnuð til jafns við þjónustu vegna líkamlegra veikinda, og samfélagsþjónusta sem er auðvelt að nálgast,“ segir Patrick og leggur mikla áherslu á að hlustað sé á reynslu fólks með geðsjúkdóma. Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á þjónustuna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19