Ætti að vera jafn auðvelt að fá hjálp og að fara á kaffihús Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. apríl 2019 08:00 Tilkynnt var um fjárstuðning ríkisstjórnar á málfundi Geðhjálpar á Grand Hóteli í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bergið Headspace verður opnað í maí í Reykjavík en það er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25 ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 60 milljónir til verkefnisins. Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði úrræðið sem fylgir hugmyndafræði lágþröskuldaþjónustunnar Headspace í Ástralíu og Danmörku. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar og áfalla fyrir þremur árum. Hún fékk húsnæðið að Suðurgötu 10 afhent fyrir nokkrum dögum. „Á hverjum degi þegar ég geng hér inn, þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra sem segist afar þakklát fyrir fjárstuðning ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar. „Ég finn að það sem við erum að gera er bæði rétt og nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma að fjárveitingunni, það er held ég fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin ætlar sér að bæta geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk,“ segir hún. Upplýst var um fjárveitinguna á málþingi Geðhjálpar og Bergsins á Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu, er staddur á Íslandi og lýsir reynslu sinni af snemmtækri íhlutun. „Ungt fólk hefur brýnustu þörfina fyrir geðheilbrigðisþjónustu, hins vegar hefur það í gegnum tíðina haft einna minnstan aðgang að henni,“ segir Patrick um ástæðu þess að hann stofnaði Headspace. Markmið hans var að auka þjónustu við ungt fólk og sníða hana betur að þörfum þess. „Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“ segir Patrick og segir mikilvægt að ungt fólk geti leitað eftir þjónustu án tillits til þess hvort vandamálið er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að þjónustan sé ungu fólki að kostnaðarlausu, það hafi sjálft áhrif á það hvernig hún er boðin fram og að hún sé studd sérfræðiþekkingu. „Umhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk, það á að bjóða það velkomið,“ segir Patrick og segist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins frjálsleg og kaffihús þótt það sé heilbrigðisþjónusta. Patrick hefur verið harðorður í garð stjórnvalda víða um heim og sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heilbrigðisþjónustu þegar kemur að fjárveitingum til geðheilbrigðismála. „Já, það er augljóst. Meðferð við geðsjúkdómum er vanrækt í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera miklu mikilvægari bæði í samfélagslegum og efnahagslegum skilningi en til dæmis krabbameinsmeðferð. Þetta varðar mannréttindi og þarna er verið að mismuna innan heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúklinga er sú að það ríki aðskilnaðarstefna,“ segir Patrick. Hvað finnst honum vera ákjósanleg stefna í geðheilbrigðismálum? „Heildstæð og samfelld þjónusta á öllum stigum veikinda, sem er fjármögnuð til jafns við þjónustu vegna líkamlegra veikinda, og samfélagsþjónusta sem er auðvelt að nálgast,“ segir Patrick og leggur mikla áherslu á að hlustað sé á reynslu fólks með geðsjúkdóma. Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á þjónustuna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Bergið Headspace verður opnað í maí í Reykjavík en það er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25 ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 60 milljónir til verkefnisins. Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði úrræðið sem fylgir hugmyndafræði lágþröskuldaþjónustunnar Headspace í Ástralíu og Danmörku. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar og áfalla fyrir þremur árum. Hún fékk húsnæðið að Suðurgötu 10 afhent fyrir nokkrum dögum. „Á hverjum degi þegar ég geng hér inn, þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra sem segist afar þakklát fyrir fjárstuðning ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar. „Ég finn að það sem við erum að gera er bæði rétt og nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma að fjárveitingunni, það er held ég fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin ætlar sér að bæta geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk,“ segir hún. Upplýst var um fjárveitinguna á málþingi Geðhjálpar og Bergsins á Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu, er staddur á Íslandi og lýsir reynslu sinni af snemmtækri íhlutun. „Ungt fólk hefur brýnustu þörfina fyrir geðheilbrigðisþjónustu, hins vegar hefur það í gegnum tíðina haft einna minnstan aðgang að henni,“ segir Patrick um ástæðu þess að hann stofnaði Headspace. Markmið hans var að auka þjónustu við ungt fólk og sníða hana betur að þörfum þess. „Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“ segir Patrick og segir mikilvægt að ungt fólk geti leitað eftir þjónustu án tillits til þess hvort vandamálið er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að þjónustan sé ungu fólki að kostnaðarlausu, það hafi sjálft áhrif á það hvernig hún er boðin fram og að hún sé studd sérfræðiþekkingu. „Umhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk, það á að bjóða það velkomið,“ segir Patrick og segist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins frjálsleg og kaffihús þótt það sé heilbrigðisþjónusta. Patrick hefur verið harðorður í garð stjórnvalda víða um heim og sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heilbrigðisþjónustu þegar kemur að fjárveitingum til geðheilbrigðismála. „Já, það er augljóst. Meðferð við geðsjúkdómum er vanrækt í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera miklu mikilvægari bæði í samfélagslegum og efnahagslegum skilningi en til dæmis krabbameinsmeðferð. Þetta varðar mannréttindi og þarna er verið að mismuna innan heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúklinga er sú að það ríki aðskilnaðarstefna,“ segir Patrick. Hvað finnst honum vera ákjósanleg stefna í geðheilbrigðismálum? „Heildstæð og samfelld þjónusta á öllum stigum veikinda, sem er fjármögnuð til jafns við þjónustu vegna líkamlegra veikinda, og samfélagsþjónusta sem er auðvelt að nálgast,“ segir Patrick og leggur mikla áherslu á að hlustað sé á reynslu fólks með geðsjúkdóma. Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á þjónustuna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19