Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 07:45 Um 600 króna viðbótargjald bætist við á flestar póstsendingar sem koma hingað til lands. Fréttablaðið/Ernir Allt bendir til að viðbótargjald bætist við flestar póstsendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfsþáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum endastöðvasamningum sem binda hendur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjárvanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking samkeppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nærtækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnisrekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vísbendingar um að kostnaður samkeppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Allt bendir til að viðbótargjald bætist við flestar póstsendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfsþáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum endastöðvasamningum sem binda hendur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjárvanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking samkeppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nærtækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnisrekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vísbendingar um að kostnaður samkeppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira