Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 07:45 Um 600 króna viðbótargjald bætist við á flestar póstsendingar sem koma hingað til lands. Fréttablaðið/Ernir Allt bendir til að viðbótargjald bætist við flestar póstsendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfsþáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum endastöðvasamningum sem binda hendur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjárvanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking samkeppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nærtækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnisrekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vísbendingar um að kostnaður samkeppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Allt bendir til að viðbótargjald bætist við flestar póstsendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfsþáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum endastöðvasamningum sem binda hendur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjárvanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking samkeppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nærtækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnisrekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vísbendingar um að kostnaður samkeppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira