Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 07:45 Um 600 króna viðbótargjald bætist við á flestar póstsendingar sem koma hingað til lands. Fréttablaðið/Ernir Allt bendir til að viðbótargjald bætist við flestar póstsendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfsþáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum endastöðvasamningum sem binda hendur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjárvanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking samkeppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nærtækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnisrekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vísbendingar um að kostnaður samkeppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Allt bendir til að viðbótargjald bætist við flestar póstsendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfsþáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum endastöðvasamningum sem binda hendur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjárvanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking samkeppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nærtækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnisrekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vísbendingar um að kostnaður samkeppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira