Taka þurfi fyrr og fastar á málum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2019 19:00 Frá barna-og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). vísir/vilhelm Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Árangur af meðferðum eigi til að láta á sér standa, án þess að vitað sé hvert skuli leita næstHrönn Sveinsdóttir sagði sögðu 11 ára dóttur sinnar í samtali við Vísi í gær, en stúlkan fær ekki skólavist vegna andlegra veikinda. Nokkur börn eru í sömu stöðu og dóttir Hrannar og hefur þeim gengið erfiðlega að fá viðeigandi þjónustu. Barna og unglingageðdeild Landspítalans hefur meðal annarra sætt gagnrýni vegna þessa.Sjá einnig: Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sínaSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL, segir að þrátt fyrir að þar sé enginn titlaður einhverfusérfræðingur sé sérfræðiþekkingin til staðar innanhúss. „Á BUGL erum við með starfsfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á einhverfu, veitir meðferð og ráðgjöf þegar þess gerist þörf. Við erum jafnframt með teymi sem sér um greiningar og eftirfylgd, þegar börn fá einhverfugreiningar hjá okkur,“ segir Sigurveig. Tilfellin séu þó jafn ólík og þau eru mörg. „Einstaklingar með einhverfu eiga mjög margt sammerkt - en þrátt fyrir það eru aðstæður hjá hverjum og einum mjög ólíkar. Við nálgumst málin þannig,“ segir Sigurveig.Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL.VÍSIR/SIGURJÓN„Öll þjónustan á BUGL tekur mið af hverju og einu barni og hverri og einni fjölskyldu. Það má segja að við vinnum öll málin með fjölskyldunni - við gerum ekkert án hennar.“ Takast þarf á við tilfellin fyrr en síðar. „Það sem okkur þykir vera hvað augljósast er að mæta þörfum þessara barna miklu fyrr og miklu fastar en nærumhverfið hefur tök á að gera núna.Sjá einnig: Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Mál barna með einhverfu sem komin eru inn á borð til BUGL séu orðin alvarleg og vandi þeirra oftar en ekki fjölþættur. Við því sé reynt að bregðast með heildrænni nálgun. „Stundum gengur það fljótt og örugglega og árangurinn sýnir sig skjótt. Því miður er það þó stundum þannig að árangurinn lætur á sér standa og það er ekkert alltaf okkur eða fjölskyldunni alveg augljóst hvert eigi að halda næst. Því miður er það þannig,“ segir Sigurveig. Þær upplýsingar fengust frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að málefni þessa hóps séu til skoðunar hjá ráðuneytinu. Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Árangur af meðferðum eigi til að láta á sér standa, án þess að vitað sé hvert skuli leita næstHrönn Sveinsdóttir sagði sögðu 11 ára dóttur sinnar í samtali við Vísi í gær, en stúlkan fær ekki skólavist vegna andlegra veikinda. Nokkur börn eru í sömu stöðu og dóttir Hrannar og hefur þeim gengið erfiðlega að fá viðeigandi þjónustu. Barna og unglingageðdeild Landspítalans hefur meðal annarra sætt gagnrýni vegna þessa.Sjá einnig: Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sínaSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL, segir að þrátt fyrir að þar sé enginn titlaður einhverfusérfræðingur sé sérfræðiþekkingin til staðar innanhúss. „Á BUGL erum við með starfsfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á einhverfu, veitir meðferð og ráðgjöf þegar þess gerist þörf. Við erum jafnframt með teymi sem sér um greiningar og eftirfylgd, þegar börn fá einhverfugreiningar hjá okkur,“ segir Sigurveig. Tilfellin séu þó jafn ólík og þau eru mörg. „Einstaklingar með einhverfu eiga mjög margt sammerkt - en þrátt fyrir það eru aðstæður hjá hverjum og einum mjög ólíkar. Við nálgumst málin þannig,“ segir Sigurveig.Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL.VÍSIR/SIGURJÓN„Öll þjónustan á BUGL tekur mið af hverju og einu barni og hverri og einni fjölskyldu. Það má segja að við vinnum öll málin með fjölskyldunni - við gerum ekkert án hennar.“ Takast þarf á við tilfellin fyrr en síðar. „Það sem okkur þykir vera hvað augljósast er að mæta þörfum þessara barna miklu fyrr og miklu fastar en nærumhverfið hefur tök á að gera núna.Sjá einnig: Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Mál barna með einhverfu sem komin eru inn á borð til BUGL séu orðin alvarleg og vandi þeirra oftar en ekki fjölþættur. Við því sé reynt að bregðast með heildrænni nálgun. „Stundum gengur það fljótt og örugglega og árangurinn sýnir sig skjótt. Því miður er það þó stundum þannig að árangurinn lætur á sér standa og það er ekkert alltaf okkur eða fjölskyldunni alveg augljóst hvert eigi að halda næst. Því miður er það þannig,“ segir Sigurveig. Þær upplýsingar fengust frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að málefni þessa hóps séu til skoðunar hjá ráðuneytinu.
Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36