Öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á skólavist í skóla sem mætir þörfum þeirra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:45 Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Mál einhverfrar ellefu ára stúlku sem fékk ekki skólavist í grunnskóla borgarinni hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Málið fékk farsælt framhald í dag þegar henni var boðin skólavist í Hamraskóla. Málið er þó ekki einstakt því fleiri börn eru í sömu stöðu og stúlkan og fá ekki skólavist sökum andlegra veikinda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir mál þessara bara hafa verið til skoðunar. „Það er alveg ljóst að öll börn á skólaskyldu aldri eiga rétt á skólavist og þau eiga rétt á því að sækja skóla sem mætir þörfum þeirra,“ segir Lilja. Deildarstjóri legudeildar Barna og unglingageðdeildar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að áríðandi væri að taka miklu fyrr og miklu fastar á vanda þessara barna en nærumhverfið gerir í dag. Mál þessara barna snerta þrjú ráðuneyti. Það er heilbrigðis- félagsmála og menntamála. Ríkisstjórnin hefur unnið í því að bæta samráð á milli ráðuneyta til þess að auka þjónustu við börn. Þá sé einnig unnið að bættu samráði við sveitarfélög vegna grunnskólanna. „Við verðum öll sem samfélag að takast á við þessa áskorun. Þetta er ekki ásættanlegt og ég tel að við getum gert betur og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa verið að grípa til og vilja gera betur í þessum málaflokki þær munu skila góðum árangri,“ segir Lilja. Lilja segir að alltaf séu til dæmi í skólakerfinu sem hlúa þurfi betur að og að þetta sé eitt af þeim. „Nú er verið að gera það og ég er sannfærð um það að það muni finnast mjög góð lausn á þessu og við eigum að hafa metnað til að gera það,“ segir Lilja. Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Mál einhverfrar ellefu ára stúlku sem fékk ekki skólavist í grunnskóla borgarinni hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Málið fékk farsælt framhald í dag þegar henni var boðin skólavist í Hamraskóla. Málið er þó ekki einstakt því fleiri börn eru í sömu stöðu og stúlkan og fá ekki skólavist sökum andlegra veikinda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segir mál þessara bara hafa verið til skoðunar. „Það er alveg ljóst að öll börn á skólaskyldu aldri eiga rétt á skólavist og þau eiga rétt á því að sækja skóla sem mætir þörfum þeirra,“ segir Lilja. Deildarstjóri legudeildar Barna og unglingageðdeildar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að áríðandi væri að taka miklu fyrr og miklu fastar á vanda þessara barna en nærumhverfið gerir í dag. Mál þessara barna snerta þrjú ráðuneyti. Það er heilbrigðis- félagsmála og menntamála. Ríkisstjórnin hefur unnið í því að bæta samráð á milli ráðuneyta til þess að auka þjónustu við börn. Þá sé einnig unnið að bættu samráði við sveitarfélög vegna grunnskólanna. „Við verðum öll sem samfélag að takast á við þessa áskorun. Þetta er ekki ásættanlegt og ég tel að við getum gert betur og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa verið að grípa til og vilja gera betur í þessum málaflokki þær munu skila góðum árangri,“ segir Lilja. Lilja segir að alltaf séu til dæmi í skólakerfinu sem hlúa þurfi betur að og að þetta sé eitt af þeim. „Nú er verið að gera það og ég er sannfærð um það að það muni finnast mjög góð lausn á þessu og við eigum að hafa metnað til að gera það,“ segir Lilja.
Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36