Körfubolti

„Ef ramminn er ekki í lagi er þetta algjört kjaftæði“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru frekar undrandi á því að Davíð Tómas Tómasson megi ekki dæma leiki hjá ÍR vegna Instagram-færslu sem hann birti í janúar.

Á myndinni sem Davíð Tómas birti sést hann með Matthíasi Orra Sigurðarsyni, leikstjórnanda ÍR, og í upprunalega textanum við myndina vísaði hann í tengsl þeirra við Vesturbæ Reykjavíkur.

„Ég veit ekki ef við ætlum að fara út í svona tengsl. Ég veit ekki hversu tengdir þessir strákar eru. Flestir hérna hafa verið saman í partíum og meira og minna allir þekkjast. Hversu djúpt ætlarðu að fara í þetta?“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Fannar Ólafsson segir að ramminn í þessum málum þurfi að vera skýr.

„Það eina er að það þarf að búa til ramma þannig að menn viti hvað þeir megi gera, eins og á samfélagsmiðlum. Ekki koma með eftir á reglur,“ sagði Fannar og tók svo stærra upp í sig. 

„Mér finnst þetta vera bull. Ramminn þarf að vera í lagi. Ef svo er ekki er þetta algjört kjaftæði.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×