Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 17. apríl 2019 08:00 Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun