Falleg saga Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Í marsmánuði fórum við sjálfboðaliðar í verkefninu Örninn upp í Vatnaskóg með ungmenni sem misst hafa náinn ástvin. Viku áður höfðum við skrifað forseta Íslands og beðið hann að ávarpa hópinn í upphafi ferðar og hann svarað á þá leið að hann yrði á ferðinni á föstudagskvöldinu og myndi renna við í Skóginum. Þetta kvöld var aftakaveður en það breytti ekki því að á tilsettum tíma lagði forsetabíllinn fyrir utan Gamla skála og út úr hríðarbylnum kom herra Guðni Th. Jóhannesson í opinbera heimsókn. Hann tjáði unga fólkinu að hann hefði hvorki látið veður né nokkuð annað stöðva sig í því að hitta þau þetta kvöld. Það var ógleymanleg stund við arineld þegar forsetinn ræddi við ungmennin. Tár féllu en hjörtun fylltust kjarki og von. Þegar forsetinn gekk út til að halda heim hafði ég dregið orð úr Biblíuöskju og við sendum hann út með hlýjar kveðjur og veganesti úr Markúsarguðspjalli sem hljóðaði svona: Jesús sagði: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Tveimur vikum síðar stóð ég með fermingarhóp við kirkjudyr og var að fara yfir ritningarorðin sem þau höfðu valið sér til að flytja við fermingarathöfnina. Í hópnum var bróðursonur forsetans, Dagur Orri, og þegar ég innti hann eftir sínu versi þá horfði hann beint í augun á mér og mælti: Jesús sagði: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Við myndatöku í lok athafnar sagði ég kirkjugestum af þessari skemmtilegu tilviljun með ritningarorðin þeirra frænda. Kom þá í ljós að eldri bróðir fermingardrengsins, JóiPé sem var við athöfnina, hafði einmitt valið þetta sama ritningarvers fimm árum áður, en sá yngri verið allsendis óvitandi um það. Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í marsmánuði fórum við sjálfboðaliðar í verkefninu Örninn upp í Vatnaskóg með ungmenni sem misst hafa náinn ástvin. Viku áður höfðum við skrifað forseta Íslands og beðið hann að ávarpa hópinn í upphafi ferðar og hann svarað á þá leið að hann yrði á ferðinni á föstudagskvöldinu og myndi renna við í Skóginum. Þetta kvöld var aftakaveður en það breytti ekki því að á tilsettum tíma lagði forsetabíllinn fyrir utan Gamla skála og út úr hríðarbylnum kom herra Guðni Th. Jóhannesson í opinbera heimsókn. Hann tjáði unga fólkinu að hann hefði hvorki látið veður né nokkuð annað stöðva sig í því að hitta þau þetta kvöld. Það var ógleymanleg stund við arineld þegar forsetinn ræddi við ungmennin. Tár féllu en hjörtun fylltust kjarki og von. Þegar forsetinn gekk út til að halda heim hafði ég dregið orð úr Biblíuöskju og við sendum hann út með hlýjar kveðjur og veganesti úr Markúsarguðspjalli sem hljóðaði svona: Jesús sagði: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Tveimur vikum síðar stóð ég með fermingarhóp við kirkjudyr og var að fara yfir ritningarorðin sem þau höfðu valið sér til að flytja við fermingarathöfnina. Í hópnum var bróðursonur forsetans, Dagur Orri, og þegar ég innti hann eftir sínu versi þá horfði hann beint í augun á mér og mælti: Jesús sagði: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Við myndatöku í lok athafnar sagði ég kirkjugestum af þessari skemmtilegu tilviljun með ritningarorðin þeirra frænda. Kom þá í ljós að eldri bróðir fermingardrengsins, JóiPé sem var við athöfnina, hafði einmitt valið þetta sama ritningarvers fimm árum áður, en sá yngri verið allsendis óvitandi um það. Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar