Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Ari Brynjólfsson skrifar 17. apríl 2019 06:45 Sóllilja Ásgeirsdóttir er sjö mánaða gömul. Mynd/Ásgeir Yngvi ásgeirsson Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira