Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Ari Brynjólfsson skrifar 17. apríl 2019 06:45 Sóllilja Ásgeirsdóttir er sjö mánaða gömul. Mynd/Ásgeir Yngvi ásgeirsson Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira