Jafnódýrt að hringja til Hornafjarðar og til Aþenu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 18:00 Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki. Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Sjá meira
Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki.
Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Sjá meira