Jafnódýrt að hringja til Hornafjarðar og til Aþenu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 18:00 Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki. Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki.
Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira