Dóttir Trump hafnaði stöðu forseta Alþjóðabankans Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2019 21:14 Ivanka Trump gegnir stöðu ráðgjafa Bandaríkjaforseta. Getty Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað boði föður síns um að taka við stöðu forseta Alþjóðabankans. Donald Trump greindi frá því í síðustu viku að hann hafi spurt dóttur sína hvort hún vildi taka við embætti forseta Alþjóðabankans „þar sem hún [væri] mjög góð að fást við tölur“. Ivanka segist nú hafa svarað föður sínum á þann veg að hún væri ánægð að sinna verkefnum sínum sem ráðgjafi forsetans. Bandaríski hagfræðingurinn David Malpass hefur verið valinn til að gegna stöðu forseta Alþjóðabankans, en samkvæmt venju er það Bandaríkjamaður sem gegnir stöðu forseta Alþjóðabankans og Evrópumaður sem stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í ferð sinni til Fílabeinsstrandarinnar í dag var Ivanka Trump spurð út í aðdraganda ráðningar forseta Alþjóðabankans af fréttamanni AP og sagði hún föður sinn hafa nefnt við sig umrædda stöðu. Sagðist hún hafa hafnað boðinu og bætti svo við að hún telji að Malpass muni standa sig „ótrúlega vel“. Þegar hún var spurð hvort að faðir hennar hafi boðið henni einhverjar aðrar stöður sagði hún að það yrði „einungis á milli þeirra“. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann hafi íhugað að fá dóttur sína til að gegna fjölda ólíkra embætta – meðal annars sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum – þar sem hann teji hana vera „náttúrulegan diplómata“. Hann hafi hins vegar fengið ábendingar um að það myndi flokkast sem „frændhygli“ að tilnefna hana. Hann væri þó ekki sammála því – frændhygli myndi ekki hafa neitt með málið að gera. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað boði föður síns um að taka við stöðu forseta Alþjóðabankans. Donald Trump greindi frá því í síðustu viku að hann hafi spurt dóttur sína hvort hún vildi taka við embætti forseta Alþjóðabankans „þar sem hún [væri] mjög góð að fást við tölur“. Ivanka segist nú hafa svarað föður sínum á þann veg að hún væri ánægð að sinna verkefnum sínum sem ráðgjafi forsetans. Bandaríski hagfræðingurinn David Malpass hefur verið valinn til að gegna stöðu forseta Alþjóðabankans, en samkvæmt venju er það Bandaríkjamaður sem gegnir stöðu forseta Alþjóðabankans og Evrópumaður sem stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í ferð sinni til Fílabeinsstrandarinnar í dag var Ivanka Trump spurð út í aðdraganda ráðningar forseta Alþjóðabankans af fréttamanni AP og sagði hún föður sinn hafa nefnt við sig umrædda stöðu. Sagðist hún hafa hafnað boðinu og bætti svo við að hún telji að Malpass muni standa sig „ótrúlega vel“. Þegar hún var spurð hvort að faðir hennar hafi boðið henni einhverjar aðrar stöður sagði hún að það yrði „einungis á milli þeirra“. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann hafi íhugað að fá dóttur sína til að gegna fjölda ólíkra embætta – meðal annars sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum – þar sem hann teji hana vera „náttúrulegan diplómata“. Hann hafi hins vegar fengið ábendingar um að það myndi flokkast sem „frændhygli“ að tilnefna hana. Hann væri þó ekki sammála því – frændhygli myndi ekki hafa neitt með málið að gera.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32