Boston náði endurkomusigri og leiðir 2-0 Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:58 vísir/getty Boston Celtics, Milwaukee Bucks og Houston Rockets komust öll í 2-0 í einvígum sínum í 8-liða úrsltium NBA deildanna í körfubolta í nótt. Boston tók á móti Indiana Pacers í öðrum leik liðanna og var leikurinn jafn og spennandi. Gestirnir frá Indiana tóku forystu snemma leiks en það munaði ekki miklu á liðunum. Jayson Tatum jafnaði svo leikinn þegar annar leikhluti var við það að renna út. Staðan í hálfleik var 52-50 fyrir Boston en gestirnir tóku aftur yfir í upphafi þriðja leikhluta og komust 12 stigum yfir þegar hann var hálfnaður. Þá gerði Boston áhlaup og í fjórða leikhluta hrundi leikur gestanna. Boston vann fjórða leikhluta 12-31 og leikinn samtals 99-91. Boston er því komið í tveggja leikja forystu, en fyrsta liðið til þess að vinna fjóra leiki fer í undanúrslitin. Kyrie Irving skoraði 37 stig fyrir Boston og Jayson Tatum gerði 26. Liðin mætast þriðja sinn aðfaranótt laugardags. Milwaukee Bucks átti ekki í neinum vandræðum með að sigra Detroit Pistons á heimavelli. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks þrátt fyrir villuvandræði í upphafi leiks, hann skoraði 26 stig í 120-99 sigri Bucks. Heimamenn voru með forystu allan leikinn en gestirnir reyndu að gera áhlaup í fjórða leikhluta. Þeir náðu að minnka muninn niður í sjö stig en lengra fóru þeir ekki og töpuðu að lokum með 21 stigi. Í Houston fór James Harden enn einu sinni á kostum í tuttugu stiga sigri á Utah Jazz, 118-98. Hann náði sér í tvöfalda þrennu með 32 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var í þriðja skipti á ferlinum sem Harden nær í þrennu í leik í úrslitakeppninni. Fyrsti leikurinn endaði með 32 stiga sigri Houston sem virðist hafa gott hald á Utah. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Boston Celtics, Milwaukee Bucks og Houston Rockets komust öll í 2-0 í einvígum sínum í 8-liða úrsltium NBA deildanna í körfubolta í nótt. Boston tók á móti Indiana Pacers í öðrum leik liðanna og var leikurinn jafn og spennandi. Gestirnir frá Indiana tóku forystu snemma leiks en það munaði ekki miklu á liðunum. Jayson Tatum jafnaði svo leikinn þegar annar leikhluti var við það að renna út. Staðan í hálfleik var 52-50 fyrir Boston en gestirnir tóku aftur yfir í upphafi þriðja leikhluta og komust 12 stigum yfir þegar hann var hálfnaður. Þá gerði Boston áhlaup og í fjórða leikhluta hrundi leikur gestanna. Boston vann fjórða leikhluta 12-31 og leikinn samtals 99-91. Boston er því komið í tveggja leikja forystu, en fyrsta liðið til þess að vinna fjóra leiki fer í undanúrslitin. Kyrie Irving skoraði 37 stig fyrir Boston og Jayson Tatum gerði 26. Liðin mætast þriðja sinn aðfaranótt laugardags. Milwaukee Bucks átti ekki í neinum vandræðum með að sigra Detroit Pistons á heimavelli. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks þrátt fyrir villuvandræði í upphafi leiks, hann skoraði 26 stig í 120-99 sigri Bucks. Heimamenn voru með forystu allan leikinn en gestirnir reyndu að gera áhlaup í fjórða leikhluta. Þeir náðu að minnka muninn niður í sjö stig en lengra fóru þeir ekki og töpuðu að lokum með 21 stigi. Í Houston fór James Harden enn einu sinni á kostum í tuttugu stiga sigri á Utah Jazz, 118-98. Hann náði sér í tvöfalda þrennu með 32 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var í þriðja skipti á ferlinum sem Harden nær í þrennu í leik í úrslitakeppninni. Fyrsti leikurinn endaði með 32 stiga sigri Houston sem virðist hafa gott hald á Utah.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti