"Ekkert samráð“ Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 14:25 Barr greindi frá skýrslunni í dag. Getty/Win McNamee Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira