Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:20 Elsa Lára Arnardóttir, stjórnarformaður Höfða. Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.Heilbrigðisráðherra synjaði beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr á þessu ári og var mikil óánægja innan bæjarstjórnar með þá ákvörðun.Farið var í að kortleggja þörfina eftir hjúkrunarrýmum enn betur og segir Elsa Lára Arnarsdóttir, stjórnarformaður Höfða, að staðan sé enn verri að talið hafði verið. Þrjátíu og sex manns eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum. „Það hefur orðið mikil fjölgun núna í vetur. Staðan er sú að af þessum 36 manns eru fjórir til fimm fastir inn á legudeildum heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir ná ekki að útskrifast þaðan því þeir fá ekki varanlega dvöl á Höfða því það er bara allt fullt“ Þetta sé ömurleg staða fyrir þá einstaklinga sem eru fastir á spítalanum. „Þeir ná ekki að koma inn á Höfða og taka þátt í því iðjustarfi sem þar er og eru þar með fastir upp á spítala þar sem er annars konar þjónusta en verið er að veita á hjúkrunar og dvalarheimilum. Það væri til allra bóta fyrir þá og þá sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar að halda að þessir einstaklingar komist inn á Höfða“ Elsa Lára segir að áfram sé verið að reyna vekja athygli stjórnvalda á málinu. Stjórnarmenn Höfða eigi fund með ráðherra í maí. „Staðan er grafalvarleg. Við erum með fjögur biðhjúkrunarrými á höfða sem eiga að renna út 30. september næstkomandi. Við höfum fengið synjun á því að þau verði gerð varanleg og erum í raun enn að pressa á það að þau verði gerð varanleg hjúkrunarrými vegna þeirra stöðu sem uppi er,“ segir Elsa Lára. Akranes Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.Heilbrigðisráðherra synjaði beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr á þessu ári og var mikil óánægja innan bæjarstjórnar með þá ákvörðun.Farið var í að kortleggja þörfina eftir hjúkrunarrýmum enn betur og segir Elsa Lára Arnarsdóttir, stjórnarformaður Höfða, að staðan sé enn verri að talið hafði verið. Þrjátíu og sex manns eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum. „Það hefur orðið mikil fjölgun núna í vetur. Staðan er sú að af þessum 36 manns eru fjórir til fimm fastir inn á legudeildum heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir ná ekki að útskrifast þaðan því þeir fá ekki varanlega dvöl á Höfða því það er bara allt fullt“ Þetta sé ömurleg staða fyrir þá einstaklinga sem eru fastir á spítalanum. „Þeir ná ekki að koma inn á Höfða og taka þátt í því iðjustarfi sem þar er og eru þar með fastir upp á spítala þar sem er annars konar þjónusta en verið er að veita á hjúkrunar og dvalarheimilum. Það væri til allra bóta fyrir þá og þá sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar að halda að þessir einstaklingar komist inn á Höfða“ Elsa Lára segir að áfram sé verið að reyna vekja athygli stjórnvalda á málinu. Stjórnarmenn Höfða eigi fund með ráðherra í maí. „Staðan er grafalvarleg. Við erum með fjögur biðhjúkrunarrými á höfða sem eiga að renna út 30. september næstkomandi. Við höfum fengið synjun á því að þau verði gerð varanleg og erum í raun enn að pressa á það að þau verði gerð varanleg hjúkrunarrými vegna þeirra stöðu sem uppi er,“ segir Elsa Lára.
Akranes Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira