Viðskipti innlent

Hætta að gefa börnum gjafir úr plasti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ákvörðunin er tekin í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem m.a. lúta að umhverfismálum.
Ákvörðunin er tekin í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem m.a. lúta að umhverfismálum. Vísir/vilhelm
Íslandsbanki hyggst hætta að gefa börnum gjafavörur úr plasti nú á vormánuðum til að sporna við mengun og sóun, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Ákvörðunin er tekin í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem verið er að innleiða í inn í stefnu Íslandsbanka en á meðal markmiðanna eru aðgerðir í loftslagsmálum.

Þá mun „nýr og umhverfisvænn“ sparibaukur í mynd mörgæsarinnar Georgs líta dagsins ljós og leysa plastbaukinn af hólmi.

„Það hefur enginn farið varhluta af umræðu um plastnotkun og áhrifum þess á umhverfið. Hjá okkur eru tugir þúsunda gjafavara og þar af mest plast. Þessi ákvörðun er í takt við nútímasamfélag þar sem fyrirtæki eiga að huga að umhverfismálum í rekstri sínum,“ er m.a. haft eftir Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka, í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Útlánatöp ógna ekki bönkunum

Fari svo að WOW air yrði gjaldþrota og það yrði samdráttur í ferðaþjónustu er bent á að eiginfjárhlutfall bankanna sé hátt og útlán til ferðaþjónustu séu um tíu prósent af útlánasafninu.

Segir ekkert smámál að lækka laun Birnu

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir hafa verið vandasamt að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra. Umræðan vó þungt. Samanburður við ríkisforstjóra ósanngjarn. Boðar breytingar á starfskjarastefnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×